Á meðfylgjandi korti má sjá hvar hægt er að leggja bílum í grennd við gönguleiðina að gosinu. Til að forðast að lenda í vanræðum með bílastæði og lengri göngu minnum við á að í fyrramálið klukkan 8:00 hefjast reglubundnar rútuferðir upp á gönguleiðinni. Við ítrekum að bannað er að leggja á Suðurstrandaveginum sjálfum.