Það er ótrúlegt að horfa á myndir úr Geldingadölum áður en fór að gjósa og svo 10 dögum eftir að gosið hófst. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig var umhorfs í Geldingadölum árið 1997 og síðan eftir að gosið hófst. Myndin er tekin 10 dögum eftir að það byrjaði að gjósa þann 29. mars 2021. Eins og sjá má hefur hraunið heldur betur fyllt í dalinn og í raun ekkert langt í að það fari að renna inn í næsta dal sem er Meradalir.
Myndirnar á Sæmundur Kristinn Egilsson og birti hann þær á Facebook síðunni Landið mitt Ísland en þær hafa eðlilega fengið mikla athygli.