Opiđ ađ gosstöđvum frá 6 til 18 yfir páska, ef ađstćđur leyfa

  • Kvikufréttir
  • 31. mars 2021

Í dag er svæðið er opið. Það er lítið um snjó og hálku en í fjallendi má alltaf þó búast við slíku svo hálkubroddar eiga að vera í bakpokanum. Rólegur vindur er á gosstöðvum og hiti við frostmark.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka svæðinu kl. 18:00 alla daga og opna aftur kl. 06:00 að morgni. Bannað er að leggja á Suðurstrandarvegi, leggja skal í bílastæði vestan Ísólfsskála, aðkoma að bílastæði er bæði úr austri og vestri. Gönguleið lengist um allt að 2 km í heild, 1 km hvora leið, áætla má um 40 mín göngu aukalega.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að yfir páskana verður opið fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum frá sex á morgnana til 18 síðdegis, ef veður leyfir. Tekið verður til við að rýma gossvæðið klukkan 22 að kvöldi.

Lögreglan gæti gripið til þess ráðs að setja upp lokunarpóst á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar ef í óefni stefnir. Í gær náði bílaröðin á tímabili frá bílastæði nærri gosstöðvunum við Geldingadali eftir Suðurstrandarvegi, gegnum Grindavík og eftir Grindavíkurvegi út að afleggaranum að Bláa lóninu.

Loks minnir lögreglan á bann við fjöldasamkomum, tveggja metra reglu og grímuskyldu.

Aðeins blaða- fréttamönnum og vísindamönnum er hleypt inn á vegslóða viðbragðsaðila að gosstöðvum en öðrum ekki.  

Í gær náði bílalest inn á Grindavíkurveg sem er fjarri eldstöðvum. Bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á eða við Grindavíkurveg. Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík. Ef í óefni stefnir eins og í gær mun lögregla verða með lokunarpósta við vegamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar, gatnamót Suðurstrandarvegar og Krýsuvíkurvegar.  Eins verður lokunarpóstur inn á Krýsuvíkurveg. 

Viðbragðsaðilar stefna að því að ljúka störfum fyrir miðnætti á framangreindu tímabili.

Gríðarlegur fjöldi hefur nú þegar komið inn í Geldingadali. Í gildi er reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið með reglugerðinni er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Þannig er í gildi takmörkun á samkomum til 15. apríl 2021. Fjöldasamkomur eru óheimilar til sama tíma. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en tíu einstaklingar koma saman. Nota skal andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun.   Sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að sitja heima.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun

Fréttir / 27. mars 2024

Kalt vatn: Stađan eftir 25. mars 2024