Stöđugur straumur bíla og allt stopp

  • Kvikufréttir
  • 30. mars 2021

Gríðarlegur fjöldi fólks leggur nú leið sína til Grindavíkur að gosstövum. Þau bílastæði sem búið er að útbúa í grennd við gönguleiðina eru orðin full og því hefur myndast nokkurra kílómetra löng bílaröð. Bílaröðin nær alveg frá bílastæðum við Hraun alveg í gegnum Grindavíkurbæ og í átt að afleggjaranum við Bláa Lónið. Ljóst er að ef fram heldur sem horfir eiga einhverjir eftir að fara fýluferð að gosstöðvunum, a.m.k. bíður þeirra löng bið í bílnum. 

Við mælum með að fólk bíði af sér mesta álagið og fái sér hressingu innan bæjar. Við minnum líka á salernisaðstöðu í íþróttamiðstöðinni við Austurveg.

Við bendum á að hægt er að leggja við stofnanir bæjarins, íþróttahúsið, Hópið, Kvikuna og grunnskólana. 

Við munum innan skammst birta kort af Grindavík þar sem finna má bílastæði innan bæjarins og auk þess eru klár skilti á þrjá stoppustaði fyrir rútur til að ferja fólk upp að stikuðu gönguleiðinni ,hafi einhver fyrirtæki áhuga á að fara þá leið að uppfylltum sóttvarnareglum. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum