Loka fyrir um­ferđ klukkan níu og rýma á miđ­nćtti

  • Kvikufréttir
  • 28. mars 2021

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan 21 í kvöld. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku.

Geldingadalir verða rýmdir á miðnætti þar sem ekki er sjálfgefið að hægt verði að tryggja öryggi fólks seint um kvöld og að næturlagi í því margmenni sem hefur verið undanfarna daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 

Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa af þar sem ekkert bendi til þess að gosið sé á undanhaldi.

„[Því] ætti að gefast nægur tími til að berja það augum en ágætlega lítur út með verður á næstu dögum.“

Lögregla stýrir nú umferð um Suðurstrandarveg og hleypir inn eftir því sem bílastæði losna. Til lokana getur komið fyrirvaralaust ef stefnir í óefni með bílastæði og ef upp koma aðstæður sem krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu viðbragðsaðila.

Ákvörðun um opnun verður tekin í fyrramálið klukkan sjö, en tekið er fram að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til þess að vera heima og bíða með að heimsækja gosstöðvarnar vegna smithættu.

 

Frétt af Vísi


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2025

Vorferđ FebG í Ţórsmörk 21.maí 2025

Fréttir / 15. apríl 2025

Alli á Eyri og páskaegg í Kvikunni

Fréttir / 14. apríl 2025

Sundlaugin lokuđ í dag - Opiđ á morgun

Fréttir / 4. apríl 2025

Opiđ til Grindavíkur

Fréttir / 3. apríl 2025

Ađgengi takmarkađ til Grindavíkur

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík