Ekkert úti­vistar­veđur á gos­stöđvunum

  • Almannavarnir
  • 26. mars 2021

Það er spáð slæmu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur.

Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag sé spáð norðlægri átt, þrettán til átján metrum á sekúndu, snjókomu og skafrenningi á gosstöðvunum.

Skyggni verði takmarkað eða lítið og því sé ekkert útivistarveður. Eftir hádegi dregur heldur úr vindi og ofankomu og í kvöld á svo að lægja og létta til. Líkt og í gær berst gosmengun áfram til suðurs frá eldstöðvunum.

Af gosinu sjálfu er annars það að segja að staðan þar er svipuð og litlar breytingar að sjá til að mynda hvað varðar hraunflæði.

Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að skjálftavirknin á umbrotasvæðinu, það er frá Grindavík til Kleifarvatns, hafi verið heldur minni frá miðnætti í nótt en nóttina á undan. Alls hafa sextíu skjálftar mælst á svæðinu en voru yfir hundrað í fyrrinótt.

Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær og sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu um stöðuna á gosinu.

Þar kom meðal annars fram að ráðið telur ólíklegt að kvika muni nálgast yfirborð á öðrum stað kvikugangsins í bráð.

Samantekt tekin af Vísi


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum

Fréttir / 17. febrúar 2025

Um 80 hollvinasamningar

Fréttir / 14. febrúar 2025

Opnunartími sundlaugar