Áriđandi tilkynning vegna leikskólastarfs

  • COVID
  • 25. mars 2021

Stjórnendur Grindavíkurbæjar og stjórnendur leikskóla funduðu í morgun í kjölfar ákvarðana um hertar samkomutakmarkanir.

Hafi foreldrar eða forráðamenn tök á að hafa börn sín heima í stað þess að þau séu í leikskóla þá er óskað eftir því að leikskólanum sé tilkynnt um það sem fyrst.
 
Vistunargjöld í leikskóla munu verða felld niður þann tíma sem foreldrar eru með börn sín heima.

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með heimasíðu bæjarins, sem og Karellen og tölvupósti vegna nýrra tilkynninga.

Stjórnendur Grindavíkurbæjar og stjórnendur leikskóla bæjarins. 


Deildu ţessari frétt