Fundur 84

  • Skipulagsnefnd
  • 24. mars 2021

84. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 22. mars 2021 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður, Unnar Á Magnússon, varamaður,
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar samþykkir nefndin að Sigurður Óli Þórleifsson sitji fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Dagskrá:

1.     Erindi vegna nýtingu slóða í Grindavík - 2103032
    Fulltrúar fyrirtækisins Fjórhjólaævintýri ehf. sátu fundinn undir dagskrárliðnum. 

Sviðsstjóra falið að kanna vegskrána hjá Vegagerðinni. 
        
2.     Svæði til skógæktar í Grindavík - 2103081
    Pálmar Guðmundsson frá Skógræktarfélagi Grindavíkur sat fundinn undir dagskrárliðnum. 

Sviðsstjóra falið að funda með Skógræktarfélagi Grindavíkur og stjórn landeigandafélags Járngerðarstaða og Hópstorfu til að finna svæði til skógræktar við Þorbjörn. 
        
3.     Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 2102113
    Breytingar á deiliskipulagstillögu við Víðihlíð lagðar fram. 

Skipulagsnefnd samþykkir að hækka hús á deiliskipulagstillögu nr. 1,2,3 og 4 um eina hæð með bílakjallara undir og milli húsa nr. 1 og 4. Samþykkt að hús sem mun hýsa félagsaðstöðu eldri borgara verði 2 hæðir. Sviðsstjóra falið að skoða hvort það sé fýsilegt að setja bílakjallara undir hús nr. 2 og 3. 
        
4.     Breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - 2103062
    HS Orka óskar eftir að breyta deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi. Tilgangur breytingar er að gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum. HS Orka vinnur jafnframt að matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna þessara framkvæmda. Tillagan var auglýst. Engar athugasemdir bárust. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og vísar afgreiðslu hennar til bæjarstjórnar. 

        
5.     Brimketill: Útsýnispallur, áfangi 2 - 2103080
    Reykjanes Geopark fékk úthlutað kr. 15.000.000 styrk úr framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að stækka núverandi útsýnispall við Brimketil á Reykjanesi. Upphafleg hönnun útsýnispallsins gerði ráð fyrir öðrum samtengdum palli með setbekk og staðsettur nær sjálfum Brimkatli. 

Lagt fram. 
        
6.     Kæra- framkvæmdaleyfi suðurnesjalína 2 - 2103054
    Kæra vegna framkvæmdaleyfis fyrir Suðurnesjalínu 2 lögð fram til kynningar. Lögfræðingur skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir dagskrárliðnum. Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
        
7.     Þórkötlustaðir Miðbær - Umsókn um byggingarleyfi - 2101035
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir því að endurbyggja húsið við Þórkötlustaði - Miðbæ í núverandi stærð og setja í upprunalega glugga og bæta við nýjum í sama stíl. 

Grenndarkynning hefur farið fram. Engar athugsemdir eru gerðar. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út þegar fullnægjandi gögn hafa borist skipulags- og umhverfissviði Grindavíkurbæjar. 
        
8.     Leynisbrún 10 - umsókn um byggingarleyfi - 2011059
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu gróðurhúss við Leynisbrún 10. 

Grenndarkynning hefur farið fram. Engar athugsemdir eru gerðar. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út þegar fullnægjandi gögn hafa borist skipulags- og umhverfissviði Grindavíkurbæjar. 
        
9.     Staðarsund 7 - Umsókn um byggingarleyfi - 2101034
    Grenndarkynningu á byggingarleyfi byggingarleyfis TGraf við Staðarsund 7 er lokið, ein athugasemd barst. Byggingarfulltrúi og lögfræðingur skipulags- og umhverfissviðs sátu fundinn undir dagskrárliðnum. 

Skipulagsnefnd hefur tekið til skoðunar athugasemd sem barst eftir grenndarkynningu. 
Tekið var til greina hluta athugasemdarinnar. Rýmisnúmer annarra eignarhluta en umsækjanda munu halda núverandi númerum. Eignarhaldstafla leiðréttist í samræmi við það. Eftir breytinguna verða eignarhlutar 6 talsins með sameign. Athugsemd varðandi stærð botnflatar byggist á misskilning. Athugsemdaraðili fær nánari útskýringar. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Byggingarleyfi er gefið út þegar fullnægjandi gögn hafa borist skipulags- og umhverfissviði Grindavíkurbæjar. 
        
10.     Kynning á breytingum á auglýsing um verndarsvæði á Reykjanesskaga - háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlun - 2102156
    Kynning á breytingum á auglýsingu um verndarsvæði á Reykjanesskaga - háhiti Brennisteinsfjallasvæðis í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlun lögð fram til umsagnar eða athugasemda. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við auglýsinguna og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
        
11.     Suðurstrandarvegur - hugmyndir um nýja legu norðan við Grindavík - 2001025
    Hugmyndir um nýja legu á Suðurstrandarvegi norðan við þéttbýli Grindavíkur tekin til umræðu. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að þrýsta á að framkvæmdum við Suðurstrandarveg norðan Grindavíkur verði hraðað eins og kostur er. 
        
12.     Ný brunavarnaáætlun fyrir slökkvilið Grindavíkur - 2103067
    Brunavarnaráætlun slökkviliðs Grindavíkur 2021-2025 lögð fram til kynningar.
        


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:10.


        


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81