Grindavíkurbær mun bjóða 30 ungmennum sem ekki hafa í önnur störf að leita upp á störf í umhverfishópi sumarið 2021.
Ungmenni á 18. aldursári ganga fyrir í störfin. Verði enn laus störf þegar þeim hefur verið boðin störf verður horft til ungmenna á 19. og 20. aldursári. Við val á umsækjendum verður horft til frammistöðu í umhverfishópi sveitarfélagsins sumarið 2020 eða umsögn fyrri vinnuveitanda.
Fyrsti vinnudagur umhverfishóps verður 1. júní og sá síðasti 6. ágúst. Alls verða í boði 250,5 vinnustundir fyrir hópinn.
Skilyrði fyrir sumarstarfi hjá Grindavíkurbæ er lögheimili í sveitarfélaginu.
Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á www.grindavik.is/atvinna. Umsóknum skal skilað til sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs á netfangið eggert@grindavik.is. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl.