Vísindaráð almannavarna fundaði á fjarfundi í dag til að ræða eldgosið í Geldingadölum. Fundinn sátu sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, ÍSOR, KAUST háskóla, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingum Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur auk fulltrúa frá Embætti landlæknis, Isavia-ANS og HS-Orku. Á fundinum var farið yfir úrvinnslu á nýjustu mælingum og gögnum sem vísindamenn á Veðurstofunni, Háskóla Íslands og ÍSOR hafa unnið að.
Eldgos hófst í gærkvöldi á hrygg sem liggur í Geldingadölum. Umfang gossins er lítið og hefur virkni verið nokkuð stöðug í dag. Lítið er um kvikustróka upp úr sprungunni og rennur hraun úr gígum niður í dalina. Bráðabyrgðarniðurstöður benda til þess að gossprungan hafi verið um 200 m löng í upphafi, hraunið um 10-15 m þykkt þar sem það er þykkast og heildar rúmmál þess orðið um 0.4 M m3. Eins og staðan er núna er gosið afmarkað við mjög lítið svæði ofan í dalverpi og er afar ólíklegt að hraunflæði komi til með að valda tjóni. Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og ekki er búist við mikill gosmengun í þéttbýli af völdum gossins.
Vísindaráð varar við eftirfarandi hættum í nálægð við gosstöðvar:
Það er mikilvægt að hafa í huga að næsta nágrenni gosstöðva er hættulegt svæði og geta aðstæður breyst hratt. Vísindaráð varar fólk við að dvelja nálægt gosstöðvunum við núverandi aðstæður. Helstu hættur í næsta nágrenni þeirra eru:
Neðangreindar sviðsmyndir eru í gildi: