Grindavíkurbær bauð upp á tvo hádegisfyrirlestra í dag sem streymt var frá Kvikunni menningarhúsi. Hannes Petersen læknir og prófessor fjallaði um sjálftariðu (earthquake induced motion sickness) sem margir Grindvíkingar hafa fundið fyrir eftir jarðskjálftana undanfarið og svaraði spurningum gesta. Þá ræddi Óttar G. Birgisson, sálfræðingur hjá HSS um andlega líðan á tímum jarðhræringa. Hægt er að horfa á erindin hér fyrir neðan.