Afar litlar líkur eru á ţví ađ mögulegt gos nái í byggđ

  • Almannavarnir
  • 11. mars 2021

Áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út en eftir því sem núverandi ástand stendur lengur aukast líkur á gosi. Afar litlar líkur eru á því að mögulegt gos nái í byggð.Þetta kemur fram í nýjustu fréttum frá Veðurstofu Íslands.

Klukkan sjö í morgun höfðu mælst rúmlega 800 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Allnokkrir voru um og yfir 3, sá stærsti var 3,4 að stærð kl. 2:10. Virknin er aðallega bundin við Fagradalsfjall líkt og áður. Mikil smáskjálftavirkni var á milli miðnættis og 3 en enginn gosórói mældist í nótt.

Í gær, 10. mars, mældust um 2500 skjálftar á Reykjanesskaga. Um 40 þeirra voru yfir 3 að stærð, sá stærsti var af stærð 5,1 kl. 3:14.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum

Fréttir / 17. febrúar 2025

Um 80 hollvinasamningar

Fréttir / 14. febrúar 2025

Opnunartími sundlaugar