Fundur 1574

  • Bćjarráđ
  • 11. mars 2021

1574. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 9. mars 2021 og hófst hann kl. 16:00.
 

Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi. Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór Birgisson,varamaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1. Sumarstörf 2021 - 2103001
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð tekur vel í hugmyndina og felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að útfæra og kostnaðarmeta í samræmi við umræður á fundinum og koma með á næsta fund bæjarráðs.

2. Fjárhagsstaða deilda UMFG vegna heimsfaraldurs - 2101078
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Málið lagt fram og sviðsstjóri mun fylgjast með framvindu rekstrar UMFG á árinu 2021 og upplýsa bæjarráð eftir atvikum.

3. Beiðni um styrk vegna breytinga á búningsklefa við knattspyrnuvöll - 2102151
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Tillaga 1 frá fulltrúa U-lista

Beiðni þessar styrks kemur í kjölfar styrks sem veittur var meistaraflokki karla í fótbolta árið 2020. Þeim styrk var ekki varið í þá hluti sem styrktarumsóknin hljóðaði upp á. Þessi vinnubrögð, með almannafé, eru óviðunandi. Rödd unga fólksins leggur því til að styrkurinn verði endurgreiddur og nýttur í uppbyggingu á styrktaraðstöðu fyrir allar deildir UMFG, óháð kyni svo gætt sé jafnræðis.

Tillaga 2 frá fulltrúa U-lista

Ef sú tillaga er felld þá samþykkir Rödd unga fólksins styrk að sömu upphæð til meistaraflokks kvenna í ljósi jafnræðis.

Bæjarráð hafnar tillögu 1 en samþykkir tillögu 2.

Bókun

Fulltrúar B og D lista taka undir margt sem kemur fram í bókun U lista. En þrátt fyrir að styrkur til mfl. karla hafi verið misnotaður, þá geta fulltrúar B og D lista ekki annað en samþykkt framkvæmdir í klefa mfl. kvenna til jafns við klefa mfl. karla. Því samþykkja fulltrúar B og D lista með því skilyrði að fylgst verði með framkvæmdum og fjármunir fari eingöngu í endurbætur á klefa mfl. kvenna.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 737.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

4. Ástand knattspyrnuvalla og götun - 2102053
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.

5. Starfsemi Pólska skólans í Reykjavík - 2102081
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.

6. Félag eldri borgara - Beiðni um styrk vegna fasteignagjalda - 2103017
Bæjarráð samþykkir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2021. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 155.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

7. Fasteignagjöld 2020, Frestun innheimtu lögaðila vegna Covid 19 - 2003067
Bæjarráð heimilar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera áfram samkomulag við þá aðila í ferðaþjónustu sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli og geta ekki staðið í skilum.

8. Ofgreiðsla staðgreiðslu 2020 - 2103006
Lagt fram minnisblað frá fjármála- og efnahagsráðuneyti vegna ofgreiðslu á staðgreiðslu til sveitarfélaga.

9. Kvennaathvarfið - styrkbeiðni - 2102161
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um 50.000 kr. af styrktarlið bæjarráðs.

10. Stígur frá Grindavík vestur að golfvelli - 2002001
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum Teams. Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við stíg út á golfvöll.

11. Víkurbraut 62, 3 hæð - Starfsaðstæður - 2103023
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn í gegnum Teams. Fram hafa komið rakaskemmdir á 3. hæð og þarf að koma starfseminni annað meðan viðgerðir fara fram. Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram.

12. Jarðskjálftar og landris við Grindavík - 2001074
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134