Nýir GPS mćlar gefa nákvćmar upplýsingar um hvort kvika sé á uppleiđ

  • Almannavarnir
  • 5. mars 2021

Veðurstofu Íslands hafa borist GPS mælar sem mæla með nokkurri vissu og nákvæmni hvort kvika sé á uppleið á svæði þar sem hugsanlega gæti komið gos. Veðurstofan í samstarfi við Háskóla Íslands vinnur að því að setja upp fleiri síritandi GPS mæla á svæðinu vestan við Kleifarvatn.  Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni sagði í samtali við vefsíðuna að núna væru komin tæki sem myndu senda upplýsingar oftar en gervitunglið sem aðeins tæki myndir á nokkurra daga fresti. Kvikan núna sé aðeins bundin við svæðið milli Keilis og Fagradalsfjalls.

InSAR myndir unnar úr gervitunglum sem fara yfir á nokkura daga fresti gefa upplýsingar niður í 1-2 cm landbreytingar á stóru svæði, enn einungis í eina átt svokallað line of site. GPS tækin sem er nú verið að fjölga verulega, mæla landbreytingar einungis á þeim stað sem þær eru staðsetar en þær sýna færslur sem eru minni en sentimeter í norður, austur og up stefnu. En einnig sýna þær hvernig landbreytingar verða í rauntíma." 

Kvika sem kemur inn í grynnri hluta jarðskorpunnar af dýpi tekur pláss og veldur aflögun á yfirborði sem sést með InSAR og GPS þannig að með þéttingunni á GPS mælanetinu erum við komin í aðstöðu til að sjá mjög vel hvernig og hvar kvika er að koma upp í efri hluta skorpunnar. Eins og staðan er núna eru engin merki um kviku nema á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?