Fundur 515

  • Bćjarstjórn
  • 24. febrúar 2021

515. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 23. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og
Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.Beiðni um umsögn - Lýsing á Svæðisskipulagi Suðurnesja - 2102061
Til máls tók: Sigurður Óli.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn við verk- og matslýsingu vegna endurskoðunar á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 - 2024. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við verk- og matslýsinguna á fundi sínum þann 15. febrúar sl. Afgreiðslu skipulagsnefndar vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

2.Umsókn um framkvæmdarleyfi - Sjóvarnir í Grindavík - 2102059
Til máls tók: Sigurður Óli.

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við sjóvarnir í Grindavík. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur. Skiplagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar sl. veitingu framkvæmdarleyfisins og vísaði málinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða veitingu framkvæmdaleyfisins.

3.Stækkun eldisstöðvar að Stað í Grindavík-umsagnarbeiðni - 2102141
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur og Guðmundur.

Lögð er fram tillaga að matáætlun vegna stækkunar eldisstöðvar að Stað í Grindavík. Umsagnafrestur er til 1. mars n.k. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 15. febrúar sl. með þeim fyrirvara að gerð verði grein fyrir valkostum á frárennsli í frummatsskýrslunni. Afgreiðslu skipulagsnefndar var vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

4.Hafnargata 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2102118
Til máls tók: Sigurður Óli.

Umsókn um byggingarleyfi vegna Hafnargötu 4. Sótt er um að breyta báðum eignarhlutum 01-0101 og 02-010 í geymslur. Einnig er sótt um að skipta eignum með brunavegg fyrir nýtt fastanúmer.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða veitingu leyfisins.

5.Gatnalýsing: Uppfærð stefna Grindavíkurbæjar - 2101075
Til máls tók: Sigurður Óli.

Lögð er fram til samþykktar tillaga að breytingu á stefnu Grindavíkurbæjar varðandi gatnalýsingu. Bæjarráð samþykkti framlagða stefnu og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða uppfærða stefnu um gatnalýsingu.

6.Geymslusvæði gáma. Nýtt svæði, gjaldskrá og reglur. - 2101085
Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar.

Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá og reglum á nýju geymslusvæði Grindavíkurbæjar ofan við iðnaðarhverfi við Eyjabakka. Bæjarráð samþykkti að stofngjald lóðar verði 40.000 kr. og miðast við 50 fermetra. Gjaldtaka umfram það verði 1.000 kr. á hvern fermetra. Bæjarráð vísaði gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn og reglum um gámasvæðið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána og reglurnar.

7.Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 1903070
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur og Páll Valur.

Drög að menningarstefnu Grindavíkurbæjar lögð fram til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkti stefnuna fyrir sitt leyti 16. febrúar sl.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.

8.Sérstakt skólaúrræði - 2102026
Til máls tók: Sigurður Óli.

Lögð fram viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 18.400.000 kr. á rekstrareininguna 04221 Sérskólar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja beiðnina og að hún verði fjármögnuð með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

9.Vefsíða Grindavíkurbæjar - 2101060
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar og Páll Valur.

Tilboð frá Sjá ehf. í undirbúnings- og greiningarvinnu fyrir nýjan vef bæjarins lagt fram. Bæjarráð samþykkir að semja við Sjá ehf. vegna undirbúnings og greiningarvinnu við nýja heimasíðu.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 1.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

10.Golfklúbbur Grindavíkur - viðaukabeiðni vegna búnaðar - 2102047
Til máls tók: Sigurður Óli.

Í fjárfestingaáætlun 2021 eru 6.500.000 kr. sem gert var ráð fyrir til kaupa á brautarsláttuvél fyrir Golfklúbbinn. Vélin kostar 8.640.816 kr. og því er óskað eftir viðauka að fjárhæð 2.141.000 kr. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verið fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.

11.Tækjakaup Þjónustumiðstöð 2021 - 2101076
Til máls tók: Sigurður Óli.

Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 2.000.000 kr. til tækjakaupa þjónustumiðstöðvar sem fjármagnaður verði með sölu á BobCat skotbómulyftara að fjárhæð 2.000.000 kr.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða viðaukann.

12.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga og framboð til stjórnar - 2102138
Til máls tóku: Sigurður Óli og bæjarstjóri. Aðalfundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, 26. mars 2021. Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn. Kjörnefnd kallar eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar.

13.Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða - 2102149
Til máls tóku: Sigurður Óli og Hallfríður.

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur til meðferðar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál. Tillaga að bókun:

Í frumvarpinu er bráðabirgðaákvæði XXII sem bætist við lögin. Þar er lagt til að ráðstafa bótum til handhafa skel- og rækjubóta með úthlutun aflahlutdeildar að jafngildi 1482 þorskígildistonnum. Þessar bætur verði gerðar upp með varanlegum hætti með því að skerða aflahlutdeild handhafa í króka- og aflamarkskerfinu. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mótmælir því að tilteknum bótaþegum verði afhent aflahlutdeild með því að skerða á móti aflahlutdeild annarra aðila í sjávarútvegi. Í þessu sambandi má benda á að samkvæmt frumvarpsdrögum sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda í september 2020, var ekki gert ráð fyrir úthlutun aflahlutdeildar til skel- og rækjubótaþega. Þar var þvert á móti gert ráð fyrir afnámi rækju- og skelbóta í hóflegum skrefum á tveggja ára tímabili án þess að annars konar bætur kæmu fyrir. Í fyrirliggjandi frumvarpi er því um kúvendingu að ræða hvað varðar uppgjör á skel- og rækjubótum. Sé það vilji ríkisins að gera upp skel- og rækjubætur þarf það að gerast innan 5,3% veiðiheimildanna en ekki með skerðingu á aflahlutdeild núverandi handhafa aflahlutdeilda.

Í frumvarpinu er því haldið fram að sú skerðing sem hlutdeildarhafar í afla- og krókaaflamarkskerfinu sæti sé svo léttvæg að ekki varði skaðabótum. Að mati bæjarstjórnar Grindavíkur eru hins vegar líkur á því að með skerðingu á aflahlutdeild núverandi handhafa gæti ríkið skapað sér bótaábyrgð með ærnum kostnaði. Að auki gætu þær athafnir skapað varhugaverð fordæmi um frekari íhlutanir og skerðingar. Það er niðurstaða bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar að leggjast gegn frumvarpinu eins og það liggur fyrir og er vísað til framangreindra athugasemda í því sambandi.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókunina og felur bæjarstjóra að senda hana inn í samráðsgáttina.

14.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102009
Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Helga Dís, Birgitta, Hallfríður, Guðmundur, Páll Valur og Hjálmar. Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. janúar sl. er lögð fram til kynningar.

15.Bæjarráð Grindavíkur - 1570 - 2102001F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hjálmar, Páll Valur, Hallfríður, Guðmundur, Helga Dís, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

16.Bæjarráð Grindavíkur - 1571 - 2102010F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta, bæjarstjóri, Hjálmar og Helga Dís. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17.Bæjarráð Grindavíkur - 1572 - 2102017F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Hallfríður, bæjarstjóri, Birgitta, Hjálmar og Guðmundur. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18.Skipulagsnefnd - 83 - 2102015F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, bæjarstjóri, Páll Valur, Hjálmar, Helga Dís og Birgitta. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19.Fræðslunefnd - 106 - 2102006F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Guðmundur, Hallfríður, Helga Dís, Páll Valur og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

20.Umhverfis- og ferðamálanefnd - 51 - 2102016F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Hallfríður, bæjarstjóri og Hjálmar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21.Hafnarstjórn Grindavíkur - 476 - 2102012F
Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Hjálmar, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Birgitta. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

22.Sjúkraflutningar í Grindavík - 2011114
Tillaga um að málið verði tekið á dagskrá bæjarstjórnar í kjölfar umfjöllunar málsins í fundargerð bæjarráðs nr. 1570 og verði síðasta mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur og Hjálmar. Bókun Bæjarstjórn Grindavíkur ítrekar beiðni bæjarráðs um að fá að sjá samning sem snýr að sjúkraflutningum í Grindavík á milli Brunavarna Suðurnesja og Sjúkratrygginga Íslands.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81