Sandfell SU 75

  • Höfnin
  • 23. febrúar 2021

Línubátur Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, Sandfell SU 75 landaði 15 tonnum á Miðgarði í dag. Þórir SF 77, Bylgja VE, Áskell, Páll Jónsson GK, Óli Á Stað GK, Frosti ÞH og Tómas Þorvaldsson GK eru meðal þeirra fjölmörgu skipa sem landa í Grindavíkurhöfn í dag. Á morgun er von á Sighvati GK, Valdimari GK og Hrafni Sveinbjarnasyni GK til löndunar. Almennt er fiskeríið mjög gott í troll og á línu. Mjög lítið er um netabáta í Grindavík sem telst ekki lengur til tíðinda. Grindvísk fyrirtæki í þjónustu fyrir sjávarútveg hafa í nógu að snúast. Grindavík er ein stærsta löndunarhöfn þorsksins á Íslandi enda eru höfnin og þjónustufyrirtækin í Grindavík vel í stakk búin og vel mönnuð til þess að bregðast við aflahrotum.    


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. mars 2023

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 9. mars 2023

Ţađ vantar dreka í Grindavík

Fréttir / 6. mars 2023

Blóđbankabíllinn í Grindavík

Fréttir / 27. febrúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. febrúar 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins

Fréttir / 23. febrúar 2023

Ađalfundur Rauđa krossins á Suđurnesjum

Fréttir / 23. febrúar 2023

Bjartmar og Bergrisarnir í Gígnum

Fréttir / 20. febrúar 2023

Salsa í kvöld í Kvikunni