Smart bauja í innsiglingu til Grindavíkur

  • Höfnin
  • 19. febrúar 2021

Nýja innsiglingarbaujan er komin á sinn stað út í innsiglingu til Grindavíkurhafnar. Baujan er útbúin með AIS staðsetningarbúnaði, radarspegli og led ljósi. Ljóseinkenni baujunnar er FL R 3s.

Vel gekk að koma baujunni fyrir en starfsmenn hafnarinnar og Köfunarþjónustu Gunnars Jóhannessonar sáu sameiginlega um verkið. Fyrir var búið að koma fyrir á staðnum tveimur 5 tonna akkerum. Siglt var á hafnsögubátnum Bjarna Þór með baujuna úr höfn kl. 10:50 og var búið að lása henni fastri neðansjávar tveimur tímum síðar.

Baujan einfaldar töluvert siglingu til og frá höfninni þar sem skipstjórar munu geta notað hana til viðmiðunar ásamt innsiglingarljósum. Baujan er staðsett við vestan megin við enda innsiglingarinnar.

Innsiglingin til hafnarinnar var löngum talin erfið viðureignar eða allt þar til fyrir u.þ.b. 20 árum þegar sprengt var og grafið var í gegnum svokallað rif og öflugir brimvarnagarðar settir út til þess að skýla höfninni og um leið stórum hluta innsiglingarinnar. Fyrir breytingarnar þurftu skip að sigla eftir þremur pörum innsiglingamerkja í stað eins pars núna. Grindavíkurhöfn er ein af stærstu bolfiskilöndunarhöfnum landsins með um 35–40 þús. tonn af  lönduðum afla árlega. Auk þess er um 20 þús. tonnum af salti og nokkrum þúsundum tonn af lýsi flutt til landsins í gegnum Grindavíkurhöfn á ári hverju. Komur og brottfarir skipa eru um 4000, allt frá smæstu fleytum og upp í 5000 tonna skip fara um innsiglinguna á hverju ári. Tíðni óhappa í Grindavíkurhöfn er lág sem þakka má stórkostlega vel heppnuðum breytingum sem áður var minnst á.     

Fjölmargir skipstjórar velja sér að landa í Grindavíkurhöfn m.a. vegna fjölbreyttar þjónustu sem boðið er upp á í Grindavík og svo vegur það ekki síst þungt að litlar áhyggjur þarf að hafa að því að landfestar skipa slitni vegna ókyrrðar við bryggju en Grindavíkurhöfn er rómuð fyrir vera kyrrlát og örugg innanhafnar fyrir báta og skip.   


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 16. mars 2023

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Fréttir / 9. mars 2023

Ţađ vantar dreka í Grindavík

Fréttir / 6. mars 2023

Blóđbankabíllinn í Grindavík

Fréttir / 27. febrúar 2023

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins á morgun

Fréttir / 24. febrúar 2023

Bćjarmálafundur Miđflokksins

Fréttir / 23. febrúar 2023

Ađalfundur Rauđa krossins á Suđurnesjum

Fréttir / 23. febrúar 2023

Bjartmar og Bergrisarnir í Gígnum

Fréttir / 20. febrúar 2023

Salsa í kvöld í Kvikunni