Fundur 1572

  • Bćjarráđ
  • 18. febrúar 2021

1572. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 16. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson,bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Reykjanes - Góðar sögur - 2102015
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Kristján Hjálmarsson frá H:N samskiptum kynnti niðurstöður könnunarinnar í gegnum Teams.
Lagðar fram niðurstöður viðhorfskönnunar til Reykjanessins sem gerð var 29. desember 2020 til 11. janúar 2021.
 

2. Vefsíða Grindavíkurbæjar - 2101060
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tilboð frá Sjá ehf. í undirbúnings- og greiningarvinnu fyrir nýjan vef bæjarins lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að semja við Sjá ehf. vegna undirbúnings og greiningarvinnu við nýja heimasíðu. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2021 að fjárhæð 1.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.

3. Dagdvöl aldraðra - Aðstaða - 2010024
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram tillaga félagsmálanefndar um þjónustustig í dagdvöl aldraðra.

Bæjarráð samþykkir að viðmið í dagdvöl verði 12 rými, en beinir því jafnframt til forstöðumanns að reyna að þjónusta sem flesta innan þessara marka. Bæjarráð felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kostnaðarmeta viðbótar
stöðugildi í þjónustunni fyrir næsta fund bæjarráðs.

4. Ábending um þjónustu í dagdvöl - 2101026
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Erindið er lagt fram.

5. Heimsendur matur - Bakkar - 2102127
Forstöðumaður heimaþjónustu óskar eftir viðauka vegna kaupa á matarbökkum. Verða þeir notaðir í þjónustu Miðgarðs vegna heimsends matar. Bakkarnir eru fjölnota og endast í 5 ár.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og óskar frekari gagna.

6. Geymslusvæði gáma. Nýtt svæði, gjaldskrá og reglur. - 2101085
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá og reglum á geymslusvæði.

Bæjarráð samþykkir að stofngjald lóðar verði 40.000 kr. og miðast við 50 fermetra. Gjaldtaka umfram það verði 1.000 kr. hver fermetri. Bæjarráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.

7. Fjölþætt heilsuefling 65 - Staðan í upphafi árs 2021 - 2102117
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram minnisblað um stöðu Fjölþættrar heilsueflingar 65 í Grindavík.

8. Kjarasamningar - Stytting vinnuviku - 2005108
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, forstöðumaður íþróttamannvirkja og launafulltrúi sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagðar fram tillögur að breyttu vaktafyrirkomulagi í íþróttamannvirkjum.

9. Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 1903070
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lögð fram samantekt á kostnaði við frístunda- og tómstundastarf í öðrum sveitarfélögum.

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra afsláttarreglur hjá börnum sem eingöngu eru í tónlistarnámi.

Bæjarráð vísar menningarstefnunni til bæjarstjórnar.

10. Fjárhagsstaða deilda UMFG vegna heimsfaraldurs - 2101078
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Málinu er frestað þar til gögn berast frá UMFG.

11. Lokaskýrsla vegna breytinga á búningsklefum knattspyrnudeildar - 2009046
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skýrslan lögð fram.

12. Beiðni um styrk vegna breytinga á klefum mfl. kvenna í knattspyrnu - 2008118
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð bendir á að styrkumsóknir skulu berast frá aðalstjórn UMFG samkvæmt  samningi bæjarins við UMFG.

Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs er falið að ræða við umsækjanda.

13. Aðstaða fyrir vetraræfingar Golfklúbbs Grindavíkur - 2102025
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Golfklúbbur Grindavíkur óskar eftir húsnæði fyrir vetraræfingar.

Grindavíkurbær hefur ekki laust húsnæði en bendir golfklúbbnum á Hópið en þar er möguleiki til vetraræfinga líkt og undanfarin ár.
Grindavíkurbær gerir ráð fyrir töluverðum fjárfestingum fyrir golfklúbbinn í fjögurra ára áætlun.

14. Styrkumsókn vegna Þorrablóts UMFG 2021 - 2102108
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 200.000 kr. af styrktarlið bæjarráðs.

15. Golfklúbbur Grindavíkur 40 ára - 2102074
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð samþykkir auglýsingu að fjárhæð 99.000 kr. af styrktarlið bæjarráðs.

16. Íbúakönnun 2020 - Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða - 2102091
Lagðar fram niðurstöður í Íbúakönnun 2020 um íbúa og mikilvægi búsetuskilyrða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135