Fasteignagjöld 2021

  • Grindavíkurbćr
  • 26. febrúar 2023

Tilkynning til fasteignaeigenda um álagningu fasteignagjalda árið 2021


Álagningu fasteignagjalda 2021 er lokið.
Álagningarseðlar fyrir árið 2021 verða eingöngu birtir rafrænt og ekki sendir út í bréfapósti.
Fasteignaeigendur geta nálgast álagningarseðilinn á www.island.is með því að skrá sig inn, annaðhvort
með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Íslykil mál nálgast á www.islykill.is.
Grindavíkurbær mun þó senda einstaklingum 67 ára og eldri og fyrirtækjum álagningarseðil í bréfapósti.


Álagningarákvæði
Fasteignaskattur: Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4 frá 1995 með síðari breytingum.
3. gr. laganna:
a) Allt að 0,5% af fasteignamati:  Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og
jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, hesthús, öll hlunnindi og
sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
b) 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Sjúkrastofnanir, skólar, heimavistir, leikskólar,
íþróttahús og bókasöfn.
c) Allt að 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Allar aðrar fasteignir, svo sem iðnaðar-,
skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir
ferðaþjónustu.
Heimilt er sveitarstjórn að hækka prósentur tilgreindar í a og c liðum um allt að 25%.
Önnur gjöld eru ákveðin árlega af bæjarstjórn.
Undanþegin fasteignaskatti eru kirkjur, bænahús, safnahús og hús erlendra ríkja, sbr. 5 grein laganna.


Álagningarreglur 2021

  Íbúðir a-liður Stofnanir b-liður Annað húsnæði c-liður  
Fasteignaskattur............................... 0,270% 1,320% 1,450% af fasteignamati
Lóðarleiga....................................... 1,000% 2,000% 1,600% af fasteignamati
Holræsagjald.................................... 0,130% 0,250% 0,200% af fasteignamati
Rotþróargjald................................... 20.000 20.000 20.000 kr
Vatnsgjald        
      Almennt vatnsgjald..................... 0,055% 0,250% 0,200% af fasteignamati
      Aukavatnsgjald...........................   18,9 18,9 kr/mvatns
Sorphreinsunargjald/tunnuleiga........... 18.088     kr. sorpílát pr. ár
Sorpeyðingargjald............................... 29.510     kr. sorpílát pr. ár
Fjöldi gjalddaga.................................. 10 10 10  
1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2021

Álagning 20.000 kr. og lægri fer öll á 1. gjalddaga, þ.e. .2.2021


Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega
Elli- og örorkulífeyrisþegar eiga rétt á afslætti á fasteignaskatti og holræsagjaldi samkvæmt reglum sem
samþykktar voru í bæjarstjórn 24. september 2013. Reglurnar má nálgast á heimasíðu
Grindavíkurbæjar undir "Stjórnsýsla" "Samþykktir/Reglugerðir/Stefnur".

Afslátturinn er tekjutengdur og skila þarf inn staðfestu skattframtali á álagningarári vegna tekna og eigna
fyrra árs. Tekjuviðmið eftirfarandi:

Tekjuviðmið (tekjuskattsstofn að meðtöldum fjármagnstekjum og tekjum erlendis ef um þær er að ræða),
vegna afsláttar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi 2021.

Tekjur Tekjur  
einstaklinga árið 2020 hjóna árið 2020 Niðurfelling
0 - 5.040.000 0 - 8.064.000 100%
5.040.001 - 5.565.000 8.064.001 -8.904.000 75%
5.565.001 - 6.090.000 8.904.001 - 9.744.000 50%
6.090.000 - 6.615.000 9.744.001 - 10.584.001 25%
6.615.001 og hærra 10.584.001 og hærra 0%

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR