Heilsuleikskólinn Krókur 20 ára í dag

  • Fréttir
  • 5. febrúar 2021

Heilsuleikskólinn Krókur fagnar 20 ára starfsafmæli í dag. Það var mikið húllum hæ hjá nemendum leikskólans í tilefni dagsins. Fara mátti milli allra leikstöðva og milli deilda eins og nemendur vildu. Í upphafi dagsins var afmælissöngurinn sunginn og blásið var á keri kökunnar. Þá var farið með fallega „ég elska mig möntru“ og hugleiðsla tekin áður en mátti fara í svokallaðan „flæði-leik“. Þær Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri og Bylgja Kristín Héðinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri hafa verið stjórnendur skólans alveg frá upphafi. „Við erum gott teymi og vegum hvor aðra upp í starfi okkar hérna. Þetta er búið að vera ánægjuleg vegferð og fjölmörg verkefni sem við höfum verið með í þróun sem við erum mjög stoltar af.“ Ítarlegra viðtal við þær Huldu og Bylgju mun birtast á vefsíðunni eftir helgi. 

Við óskum Króki innilega til hamingju með afmælið og megi leikskólinn  halda áfram á þeirri gæfu vegferð sem hann hefur verið á síðustu 20 árin. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun á Króki. 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. febrúar 2021

Jarđskjálftar og útivist á Reykjanesi

Fréttir / 18. febrúar 2021

Nýtt geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Fréttir / 23. febrúar 2021

Vinningshafar í ratleik Rökkurróar

Fréttir / 23. febrúar 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

Fréttir / 20. febrúar 2021

Tengill á rafrćnt ţorrablót Grindvíkinga

Höfnin / 19. febrúar 2021

Smart bauja í innsiglingu til Grindavíkur

Fréttir / 17. febrúar 2021

Menningarvor í apríl

Grunnskólafréttir / 12. febrúar 2021

10.A vann spurningakeppnina

Fréttir / 11. febrúar 2021

Sjálfstyrkingarnámskeiđ fyrir stelpur