Fundur 1570

  • Bćjarráđ
  • 3. febrúar 2021

1570. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 2. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi,
Helga Dís Jakobsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sævar Þór
Birgisson, varamaður.

Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs,
Fannar Jónasson, bæjarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:
1. Ungbarnaleikskóli - 2101074
Harpa Rakel og Helga Rut Hallgrímsdætur mættu á fundinn og kynntu hugmyndir sínar varðandi ungbarnaleikskóla í Grindavík.

2. Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2021 - 2101003
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Drög að skipulagi vinnuskóla Grindavíkur sumarið 2021 lögð fram.

3. Fjárhagsstaða deilda UMFG vegna heimsfaraldurs - 2101078
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram beiðni frá Ungmennafélagi Grindavíkur þar sem óskað er eftir viðræðum við Grindavíkurbæ vegna tekjufalls hjá deildum félagsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram.

4. Gatnalýsing: Uppfærð stefna Grindavíkurbæjar - 2101075
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð er fram til samþykktar tillaga að breytingu á stefnu Grindavíkurbæjar varðandi gatnalýsingu.

Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

5. Fráveita Grindavíkurbæjar - útrás 1. áfangi - 2010003
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lokaskýrsla verkeftirlits vegna framkvæmdar við 1. áfanga endurbóta á fráveitukerfi Grindavíkurbæjar lögð fram.

6. Gatnagerð Ufsasund: Framkvæmd 2020 - 2101079
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lokaskýrsla verkeftirlits vegna gatnagerðar í Ufsasundi á árinu 2020 lögð fram.

7. Gatnagerð Víðigerði: Framkvæmd 2020 - 2101080
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lokaskýrsla verkeftirlits vegna gatnagerðar í Víðigerði á árinu 2020 lögð fram.

8. Tækjakaup Þjónustumiðstöð 2021 - 2101076
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Í fjárfestingaráætlun ársins 2021 eru samþykkt kaup á skotbómulyftara og spjótlyftu. Niðurstöður verðfyrirspurna lagðar fram og heimildar óskað til að kaupa búnaðinn í samræmi við greinargerð sem fylgir erindinu. Óskað er heimildar til að fjármagna þann hluta kaupverðs tækjanna sem er umfram heimildir fjárfestingaráætlunar með sölu á öðru tæki þjónustumiðstöðvar. Lögð fram beiðni um viðauka að fjárhæð 2.164.000 kr. sem fjármagnað verði með sölu á BobCat skotbómulyftara að fjárhæð 2.000.000. og lækkun á handbæru fé að fjárhæð 164.000 kr.

9. Ósk um niðurfellingu leigu 2020 - 2009018
Við þá ákvörðun að gefa eftir 20 prósent af leigu vegna heimsfaraldurs Covid-19 var haft að leiðarljósi að leigutaki hafði boðið í rekstur tjaldsvæðisins miðað við uppgefinn gestafjölda 2019 og árin þar á undan. Fyrir liggur að árið 2020 hafði gestakomum á tjaldsvæðið fækkað verulega. Ekki er um styrk að ræða heldur einungis niðurfellingu á hluta af leigu, eða kr. 867.955. Tjaldsvæðið er eini ferðaþjónustureksturinn sem leigður er út af hálfu Grindavíkurbæjar og því þessi ákvörðun engan veginn fordæmisgefandi fyrir önnur ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík.
Fulltrúar D og B-lista.

10. Sjúkraflutningar í Grindavík - 2011114
Bæjarráð ítrekar beiðni um að fá að sjá samning um sjúkraflutninga í Grindavík. Bæjarráð telur ekki rétt að fara í frekari viðræður við BS án þess að sjá umræddan samning.

Bókun
Áheyrnarfulltrúi S-lista leggur til við formann bæjarráðs og bæjarstjóra að hafa samband við stjórnarformann BS til að leysa þann hnút sem kominn er upp í samskiptum þessara aðila.
Áheyrnarfulltrúi S-lista.

11. Fundargerðir ungmennaráðs 2020 - 2101001
Fundargerðir 38. fundar þann 6. mars 2020, 39. fundar þann 30. sept. 2020 og 40. fundar þann 5. nóv. 2020 eru lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81