Grindavíkurbćr skrifar undir samstarfssamning viđ Samtökin ´78

  • Fréttir
  • 22. janúar 2021

Grindavíkurbær var á dögunum þriðja sveitarfélagið á landinu til að skrifa undir samstarfssamning við Samtökin ´78 og það fyrsta í mjög langan tíma. Með samningnum munu samtökin veita þjónustu í formi fræðslu til handa starfsfólki grunn- og leikskóla auk þess sem nemendur í 3., 6. og 9. bekk fá fræðslu á skólatíma. Þá verður þjónusta í formi ráðgjafar auk þess sem stjórnendur bæjarins fá einnig fræðslu. Hér fyrir neðan má sjá megin inntak samningsins.  

1. Fræðsla til starfsfólks grunnskóla
Fyrsta ár þjónustusamningsins veita Samtökin ’78 öllu starfsfólki grunnskóla fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Markmið fræðslunnar er að starfsfólk skóla hafi þekkingu á hinsegin málefnum og geti verið virkir fræðarar á umræddum sviðum á vettvangi jafnréttis og mannréttinda í skólastarfi grunnskólanna. Fræðslan dreifist á nokkra daga, en ekki skulu fleiri en 25 starfsmenn í hverjum hóp sitja fræðsluna í hvert skipti. Samtals er samið um fjórar fræðslur fyrir allt starfsfólk á árinu 2021, hver fræðsla er tvær klukkustundir.

Seinni tvö árin veita Samtökin ’78 nýju starfsfólki grunnskólanna fræðslu um kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni fólks. Sú fræðsla fer fram á einum degi á önn, árin 2022-2023. Samtals fjórar fræðslur á þeim tíma, hver fræðsla er tvær klukkustundir.

2. Fræðsla til nemenda grunnskóla
Samtökin ’78 fræða ungmenni í Grindavíkurbæ, þrjá árganga á ári (3. bekk, 6. bekk og 9. bekk). Fræðslan fer fram á skólatíma og er breytileg milli árganga, en gert er ráð fyrir 40 mínútum að hámarki í 3. bekk, 60 mínútur í 6. bekk og 80 mínútur í 9. bekk. Fræðslan er reglubundin einu sinni á ári.

3. Fræðsla til stjórnenda
Samtökin ’78 fræða stjórnendur sem vinna hjá Grindavíkurbæ. Fræðslan fer fram einu sinni á ári og er tvær klukkustundir.

4. Ráðgjöf Samtakanna ‘78
Ungmenni í Grindavík fá aðgang að ráðgjöf Samtakanna ´78 án endurgjalds.

5. Fræðsla til starfsfólk leikskóla
2 klukkustunda fræðsluerindi fyrir starfsfólk leikskóla Grindavíkurbæjar skal fara fram einu sinni á ári.

Samtökin ’78 bjóða ungmennum í félagsmiðstöð eða frístundamiðstöð upp á fræðsluerindi, jafnframt er starfsfólki boðin fræðsla. Frætt er í hópum, ekki fleiri en 25 í hóp, ásamt því að starfsfólk er frætt saman, ráðgert er að hver fræðsla til ungmenna sé klst en til starfsfólks tvær klukkustundir. Einnig er starfsfólki boðið í vettvangsferð í hinsegin félagsmiðstöð Tjarnarinnar og Samtakanna ’78.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Samtakanna 78 ásamt Fannari Jónassyni bæjarstjóra Grindavíkurbæjar. Þorbjörg  sagði fræðsluna mjög mikilvæga og besta vopnið gagnvart fordómum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík