Fundur 82

  • Skipulagsnefnd
  • 20. janúar 2021

82. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 18. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson, formaður, Ólafur Már Guðmundsson, aðalmaður,
Anton Kristinn Guðmundsson, aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir, aðalmaður,
Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:
1.     Deiliskipulag iðnaðarsvæðis í Svartsengi - 2101038
    Bæjarstjóri Grindavíkur og fulltrúar HS orku sátu fundinn undir dagskrárliðnum. 

Farið yfir lóðarmál í Svarstengi og rætt um samstarf Grindavíkurbæjar og HS orku um skipulagningu lóða í Svartsengi. 

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við HS orku.
        
2.     Hverfisskipulag í Grindavík - 1909137
    Frestur á íbúasamráði varðandi Hverfisskipulag í Stíga- og Vallahverfi rann út 14.janúar sl. 

Ábendingar sem bárust í gegnum samráðsvef rædd ásamt næstu skrefum. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 
        
3.     Deiliskipulag iðnaðarsvæðis I7 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu - 2101047
    Samherji Fiskeldi óskar eftir leyfi til að vinna að breytingu á deiliskipulag á iðnaðarsvæði I7 í Grindavík. 

Samkvæmt 38.gr skipulagslaga nr. 123/2010 getur framkvæmdaraðili óskað eftir því við sveitarstjórn að fá að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi á sinn kostað. 

Skipulagsnefnd heimilar Samherja Fiskeldi að vinna að deiliskipulagsbreytingu fyrir iðnaðarsvæði I7 í Grindavík á kostnað fyrirtækisins. Deiliskipulagsbreytingin skal vera í samræmi við drög að matslýsingu sem fylgir erindinu. Málsmeðferð verður í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2020. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 

Skipulagsnefnd vekur athygli á eftirfarandi: 
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 
        
4.     Lagning á fjarskiptasæstreng í landi Grindavíkurbæjar - 2101028
    Farice áformar að leggja sæstreng að landi í Grindavik og óskar eftir samstarfi við Grindavík um verkefnið og eru skipulagsmál þar nefnd sérstaklaga. 

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. 
        
5.     NJARÐVÍKURHÖFN - SUÐURSVÆÐI. Skipulags- og matslýsing, ósk um umsögn - 2012065
    Reykjanesbær óskar umsagnar við verkefnislýsingu vegna breytinga á aðalskipulag, gerð deiliskipulags og umhverfismats áætlana vegna Njarðvíkurhafnar - Suðursvæði. 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
6.     Staðarsund 7 - Umsókn um byggingarleyfi - 2101034
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir sameiningu hluta 2291814 og 2291815 í alls 6 hluta. Einnig er sótt um að setja milliloft í hluta húsnæðis og vindfang við inngöngudyr. 

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna framkvæmdina fyrir öðrum eigendum hússins. 
        
7.     Borgarhraun 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2101037
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að stærð 87,5 m2 við íbúðarhúsnæði við Borgarhraun 3. Í viðbygginguna á að koma bílageymsla, þvottahús og lítið salerni. Núverandi bílskýli á suðvesturhluta lóðar verður rifið niður. 

Grenndarkynning hefur farið fram fyrir Borgarhrauni 1,2,4 og 5. Engar athugsemdir eru gerðar. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út þegar fullnægjandi gögn hafa borist skipulags- og umhverfissviði Grindavíkurbæjar. 
        
8.     Þórkötlustaðir Miðbær - Umsókn um byggingarleyfi - 2101035
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir því að endurbyggja húsið við Þórkötlustaði - Miðbæ í núverandi stærð og setja í upprunalega glugga og bæta við nýjum í sama stíl. 

Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar um byggingaráformin án athugasemda. 

Í skilmálum verndaráætlun Þórkötlustaðarhverfis segir m.a. að áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort veita skuli leyfi til framkvæmda skal leita álits Minjastofnunar. Byggingaráform verða síðan grenndarkynnt hagsmunaaðilum og þeim gefin tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri. Hagsmunaaðilar teljast vera íbúar innan Þórkötlustaða. 

Sviðsstjóra falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir íbúum í Þórkötlustaðahvefi í samræmi við skilmála verndaráætlunar fyrir hverfið. 
        
9.     Víkurbraut 34 - umsókn um byggingarleyfi - 2101045
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir Víkurbraut 34 vegna breyttrar notkunar/skráningar. Húsið er notað sem íbúðarhús sem endurspeglar ekki skráningu þess í fasteignaskrá. 

Víkurbraut 34 er í íbúðarbyggð (ÍB1) samkvæmt aðalskipulag Grindvíkur 2018-2032. Í samræmi við 3.mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þá telur skipulagsnefnd ekki þörf á grenndarkynningu þar sem umsóknin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda. 

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
10.     Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í Rauðamel - 2009101
    Íslenskir aðalverktakar hf. óska eftir að fá framkvæmdaleyfi fyrir námuvinnslu í Rauðamel. 

Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032. Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfið. Nefndin vekur athygli umsækjanda á þeim skilyrðum sem sett er fram í framkvæmdarleyfinu. 

Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
11.     Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í Stapafelli og Súlum - 2009100
    Íslenskir aðalverktakar hf óska eftir að fá framkvæmdarleyfi fyrir námuvinnslu í Stapafelli og Súlum. 

Framkvæmdinn er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032. Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfið. Nefndin vekur athygli umsækjanda á þeim skilyrðum sem sett er fram í framkvæmdarleyfinu. 

Erindinu er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 .


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81