Frá og með áramótum breyttist opnunartími Kvikunnar menningarhúss. Framvegis verður opið 14:00-17:00 alla virka daga. Lokað verður um helgar og aðra frídaga.
Hægt er að leigja aðstöðu fyrir námskeið og fundi utan opnunartíma. Útleiga miðaðst almennt við virka daga frá 8:00-14:00 eða samkvæmt samkomulagi.
Áfram verður boðið upp á menningarviðburði og verður opnun fyrir þá auglýst sérstaklega, bæði á Facebook síðu Kvikunnar og hér á vefsíðu bæjarins.
Heitt verður á könnunni milli kl. 14:00 - 17:00 og eru bæjarbúar hvattir til að líta við og njóta dásamlegs útsýnis yfir höfnina eða nýta aðstöðuna til að læra, spjalla, vinna eða spila.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Ólöf Helga og Sunna