Hlađvarp um knattspyrnu og Liverpool

  • Fréttir
  • 14. janúar 2021

Gunnar Ólafur Ragnarsson og Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson eru félagar með brennandi áhuga á knattspyrnu, þá sérstaklega á ensku úrvalsdeildarliðinu Liverpool. Þeir eyddu löngum stundum í síma að ræða fótboltann en ákváðu að koma umræðunni í farveg þannig að fleiri myndu njóta góðs af og stofnuðu því Samfélagið, hlaðvarp um knattspyrnu og Liverpool. Gunnar og Vilhjálmur voru í viðtali í síðasta tölublaði Járngerðar sem lesa má í heild sinni hér. 

Hugmyndin var að koma áhugamálinu í ákveðinn farveg enda eyddu þeir félagar, Gunnar Óli og Vilhjálmur, löngum stundum í símanum að ræða Liverpool og fótbolta. 

En hvað þarf í podcast?
„Hljóðnema, fartölvu og svo er það bara tengt saman og þá er þetta komið. Nánast enginn startkostnaður. Það væri kannski gaman að geta fjárfest í betri hljóðnema síðar til að fá betri og tærari hljóm.“

Bílskúrinn er hljóðverið 
Gunnar Óli segir fínt að taka upp í bílskúrnum hjá sér því þar sé nægt drasl til að dempa hljóðið. „Við erum í bílskúrnum hjá mér og það er góður hljómur því það er svo mikið drasl. Annars er ekki dýrt að kaupa einangrun á Amazon. En kostnaðurinn við þetta allt í upphafi var kannski 10 þúsund auk auglýsinga á Facebook, í heildina  kannski 25 þúsund.“

Vikulegar útsendingar
Gunnar Óli og Vilhjálmur taka þættina sína upp vikulega. „Við stefnum á að vera með gesti af og til. Hreimur í Landi og sonum kom til okkar en hann er mikill aðdáandi Liverpool. Svo erum við búnir að tala við Heiðar Austmann og Sóla Hólm. Hann er formaður „samfélagsins“ og hann gaf okkur grænt ljós á að nota nafnið og samþykkti líka að koma við tækifæri í þáttinn.“

Fyrrum leikmaður, Neil Mellor var í viðtali
„Vorum með viðtal við fyrrum leikmann Liverpool, Neil Mellor, við erum að fylgja hvor öðrum á Twitter (Gunnar Óli) og ég bara spurði hvort hann væri til í að koma í viðtal og það var ekkert mál, hann bara kom í viðtal í gegnum Zoom. Var mjög næs og langar að heimsækja okkur ef hann kemur til Íslands, fá sér öl með okkur og horfa á leik“.

Ekki alltaf dans á rósum
Það hefur sannarlega ekki alltaf verið sældarlíf að vera stuðingsmaður Liverpool
„Það er í dag mjög gaman að vera Liverpool maður, en það hefur líka verið mjög erfitt. Við höfum átt erfiða tíma líka, þar til fyrir svona 3 árum þá var bara 10-15 ára eyðimerkurganga. Ekkert að frétta.“

Langaði ykkur ekkert að skipta um lið að halda með?
„Nei það var ekki hægt. En samtölin sem við áttum í kringum 2012 og 2013 það voru bara eins og hálfgerðir sálfræðitímar. Þannig er þetta hjá okkur, þegar gengur illa þá hringjum við í hvorn annan  og greinum stöðuna, en núna erum við bara búnir að heimfæra þetta yfir í podcast. Hlífum konunum okkar. Gerum þetta á kvöldin þegar krakkarnir eru sofnaðir svona á milli 21:00-23:00. Svo erum við ekkert að stressa okkur á því hvaða daga við erum að taka upp. Reynum að gera þetta a.m.k. einu sinni í viku. Svo ef eitthvað stórt gerist, ef Liverpool vinnur leik þá kannski tökum við auka podcast. Þetta gerðum við t.d. þegar stór leikmaður, Diego Carlos, gekk til liðs við félagið og sá þáttur fékk mikla hlustun.“

Hlustunartölur að stíga
„Það er líka mjög gaman að sjá að það virðist vera sem hlustunartölurnar okkar séu að stíga. Maður er að hitta fólk sem er að hrósa okkur fyrir podcastið. Þetta er búið að vinda skemmtilega upp á sig, vorum ekki  með neinar væntingar í upphafi. Það voru um 400 sem hlustuðu á fyrsta þáttinn en við vorum að fá þekkta aðila innan samfélagsmiðlanna að segja frá okkur sem skilaði sér.“

Samtals hafa þeir tekið upp 22 þætti sem nálgast má á streymisveitunni Spotify á þessum tengli. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 26. febrúar 2021

Jarđskjálftar og útivist á Reykjanesi

Fréttir / 18. febrúar 2021

Nýtt geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Fréttir / 23. febrúar 2021

Vinningshafar í ratleik Rökkurróar

Fréttir / 23. febrúar 2021

Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

Fréttir / 20. febrúar 2021

Tengill á rafrćnt ţorrablót Grindvíkinga

Höfnin / 19. febrúar 2021

Smart bauja í innsiglingu til Grindavíkur

Fréttir / 17. febrúar 2021

Menningarvor í apríl

Grunnskólafréttir / 12. febrúar 2021

10.A vann spurningakeppnina

Fréttir / 11. febrúar 2021

Sjálfstyrkingarnámskeiđ fyrir stelpur