Fundur 101

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 14. janúar 2021

101. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 13. janúar 2021 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Garðar Alfreðsson, aðalmaður, Þórunn Erlingsdóttir, aðalmaður, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson, aðalmaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir, formaður, Jón Júlíus Karlsson,  áheyrnarfulltrúi og Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.


Fundargerð ritaði:  Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður heimildar að taka á dagskrá með afbrigðum Ósk um nafnabreytingu á keppnisvelli körfuknattleiksdeildar UMFG, 2101021, sem dagskrárlið nr. 1.

Dagskrá:

1.     Ósk um nafnabreytingu á keppnisvelli körfuknattleiksdeildar UMFG - 2101021
    Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Aðalstjórn UMFG óskar eftir heimild til að kenna keppnisvöll körfuknattleiksdeildar UMFG við HS Orku í kjölfar samnings deildarinnar við fyrirtækið. Samkvæmt samstarfssamningi Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG er félaginu heimilt að kenna heimavelli keppnisliða í meistaraflokki við einkaaðila að höfðu samráði við frístunda- og menningarnefnd. Nefndin gerir ekki athugasemdir við samkomulagið. 
        
2.     Íþróttafólk Grindavíkur 2020 - 2010029
    Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum lið. Rætt um hvernig til tókst með kjör og útnefningu á íþróttafólki Grindavíkur 2020.
        
3.     Viðburðir um jól og áramót 2020-2021 - 2008006
    Rætt um hvernig til tókst með viðburði á frístunda- og menningarsviði um jól og áramót 2020-2021.
        
4.     Styrkir vegna íþróttaafreka 2020 - 2002072
    Frístunda- og menningarnefnd staðfestir eftirfarandi styrkúthlutanir vegna íþróttaafreka: 

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu: 350.000 kr. 
Pílufélag Grindavíkur: 50.000 kr.
        
5.     Menningarvor í Grindavík 2021 - 2101004
    Menningarvor í Grindavík mun fara fram í mars og apríl með óhefðbundnum hætti. Rætt um fyrirkomulag og tillögur að viðburðum. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram. 

        
6.     Sjóarinn síkáti 2021 - 2101002
    Gert er ráð fyrir að Sjóarinn síkáti fari fram 4.-6. júní nk. Mikil óvissa er hvernig skipulagi hátíðarinnar verður háttað. Sviðsstjóra falið að halda áfram vinnu við undirbúning og upplýsa nefndina um gang mála. 
        
7.     Vinnuskóli Grindavíkurbæjar 2021 - 2101003
    Drög að skipulagi Vinnuskóla Grindavíkurbæjar sumarið 2021 lögð fram. Nefndin samþykkir tillöguna.
        
8.     Lýðheilsustefna Grindavíkurbæjar - 2012025
    Vinna er hafin við gerð lýðheilsustefnu fyrir Grindavíkurbæ. Tillaga lýðheilsuteymis er að horft verði til ólíkra hlutverka sveitarfélagsins, þ.e. sem stjórnvalds, vinnuveitanda og veitanda þjónustu. Stefnt er að því að leggja drög fyrir frístunda- og menningarnefnd í vor.
        
9.     Fundargerðir ungmennaráðs 2020 - 2101001
    Fundargerðir 38., 39. og 40. funda ungmennaráðs lagðar fram.
        
10.     Lýðheilsuteymi - 2 - 2012013F 
    Fundargerð 2. fundar lýðheilsuteymis Grindavíkurbæjar lögð fram. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101