22.10 Brugghús framleiđir grindvískan bjór í nýjum og endurbćttum húsakynnum VIGT

  • Fréttir
  • 11. janúar 2021

Steinþór Júlíusson og Hjörtur Pálsson, létu verða af því að hefja framleiðslu á bjór. Þeir stefna á að vera með fimm tegundir og eru til húsa að Hafnargötu 11, þar sem VIGT er með verslun. Þeir voru í viðtali í jólablaði Járngerðar sem nálgast má í heild sinni hér. 

Búið er að reisa veglega byggingu við gamla vigtarhúsið. Þar stefna þeir á að geta boðið hópum að koma í bjórsmakk. Um er að ræða svokallað handverksbrugghús.

„Við fórum í heimsókn í lítið handverksbrugghús eina verslunarmannahelgina og þá kviknaði áhugi hjá okkur á að prófa brugga sjálfir okkur til gamans.  Við komust fljótt að því að það er lítið mál að brugga bjór en hins vegar er aðeins meira mál að brugga góðan bjór. Þegar sjálfstraustið í brugginu jókst þá fór að skjótast upp í kollinn á okkur möguleikinn á að gerast atvinnubruggarar. Við slengdum hugmyndinni reglulega fram við aðra og til að byrja með fannst fólkinu okkar þetta fjarstæðukennd hugmynd en þegar það áttaði sig á því að okkur var alvara fengum við stuðning og hvatningu til að láta drauminn verða að veruleika.“

Hvaðan kemur nafnið 22.10? 
„Í sannleika sagt þá fannst okkur erfitt að finna nafn á brugghúsið sem við vorum sáttir með. Við vildum hafa eitthvað einfald og var ákveðið að nefna brugghúsið 22.10. Það er vísun í dagsetningu, en að kvöldi 22.10.2016 vorum við að smakka bjór sem við höfðum gert og var bjórinn það góður að menn fundu á sér í lok kvölds.“

5 tegundir af bjór
„Eins og er erum við með fimm bjóra. Ætlunin er að rúlla á fimm bjórum, ekkert endilega alltaf þeim sömu heldur gera það sem okkur dettur í hug þá stundina.”

Hægt að panta í bjórsmökkun
„Húsæðið sem við erum í er í sama húsi og VIGT er til húsa. Þar erum við með rými þar sem framleiðslan okkar fer fram. Við munum svo nýta annað rými með stelpunum í VIGT, þar verður sýningarsalurinn þeirra og barinn okkar. Til að byrja með munum við leggja áherslu á að taka á móti hópum, hvort sem það eru vinahópar, vinnuhópar eða annað. Einnig munum við auglýsa reglulega opnunartíma þar sem fólk getur kíkt við og fengið sér bjór. Við erum spenntir fyrir að sjá hvernig þetta fer af stað hjá okkur og  munum við þróa starfsemina með tímanum,“ segja þeir Steinþór og Hjörtur að lokum. 

Hćgt er ađ kaupa ţennan veglega kút sem hćgt ađ setja bćđi bjór og ađra drykki í og bera fram.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 2. janúar 2021

Hreinsum upp flugeldarusl

Fréttir / 2. janúar 2021

5. flokkur karla í knattspyrnu heiđrađur

Fréttir / 31. desember 2020

Matthías Örn: Kastar á hverjum degi