Leikskólar

  • Grindavíkurbćr
  • 1. febrúar 2021

Heilsuleikskólinn Krókur

Stamphólsvegi 1, 24 Grindavík
Sími 426 9998
krokur@skolar.is
http://www.leikskolinn.is/krokur/ 
Leikskólastjóri:
Hulda Jóhannsdóttir, krokur@skolar.is  
Aðstoðarleikskólastjóri: Bylgja Kristín Héðinsdóttir bylgja.hedinsdottir@skolar.is

Sækja um leikskóladvöl: Íbúagátt Grindavíkurbæjar (alla leikskólaumsóknir fara þar í gegn)


Heilsuleikskólinn Krókur er fjögurra deilda leikskóli sem tók til starfa þann 5. febrúar 2001. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Heilsustefnunnar en markmið hennar er að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Leikskólinn hefur að lífsleiknistefnu að skapa andrúmsloft rósemdar og umhyggju með vinnubrögðum faglegrar umhyggju. Þau vinnubrögð einkennast af jákvæðum viðhorfum og virðingu með áherslu á vellíðan, samkennd og sterka sjálfsmynd. Leikskólinn er grænfánaskóli og með umhverfisstefnu skólans viljum við sýna gott fordæmi með því að fræða alla í leikskólasamfélaginu um náttúruvernd og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfi okkar til framtíðar.

Leikskólinn er rekinn af Skólum ehf. í samvinnu við Grindavíkurbæ en fyrirtækið rekur fimm leikskóla sem allir starfa eftir Heilsustefnunni. Opnunartími er 7:45-16:15.

Leikskólinn Laut

Laut 1,240 Grindavík
Sími 420 1160
leikskolinnlaut@grindavik.is

Heimasíða: https://www.grindavik.is/laut

Leikskólastjóri: Fríða Egilsdóttir
Aðstoðar leikskólastjóri: Lóa Björg H. Björnsdóttir

Sækja um leikskóladvöl:
Íbúagátt Grindavíkurbæjar (smella hér) 

Leikskólinn Laut hóf starfsemi sína árið 1977. Lengst af starfaði hann sem tveggja deilda
leikskóli. Árið 1992 var byggt við skólann og starfaði hann um níu ára skeið sem þriggja deilda skóli. Frá árinu 2001 hefur Laut verið tveggja deilda leikskóli með opnunartíma.

Þann 22. maí 2006 fékk Laut nýtt húsnæði tæplega 700 fermetra húsnæði. Húsnæði er skipt í fjórar heimastofur sem bera nafnið, Múli, Eyri, Hagi, Hlíð, Akur (íþróttasalur) Skáli ( listaskáli),
Sérkennsluaðstaða er fyrir börn sem þurfa á því að halda og er öll aðstaða fyrir börnin mjög góð,
öll aðstaða fyrir starfsmenn er einnig mjög góð.

Uppbyggingarstefnan er uppeldisaðferð Lautar og sérstaða skólans liggur í umhverfinu og
nálægðinni við náttúruna. Markmiðið með námskránni er að gera leikskólastarfið sýnilegra
með því að skipuleggja nám barnanna og þannig verður uppeldisstarfið skilvi rkara.
Leikskólastarfið snýst um að barnið sé í brennidepli í öllu leikskólastarfinu. Leiðarljós Lautar er gleði, hlýja, virðing. Gleði stendur fyrir samstilltan hóp, jákvætt viðmót,samgleðjast, bros, hlátur.
Virðing stendur fyrir umbyrðarlyndi,skilning. Hlýja fyrir umhyggju,snertingu,samkennd.

 

 

 

 

 

 

Foreldrafélagið:
Formaður: Margrét Þorláksdóttir
Foreldrafélagið var stofnað 1. nóvember 2000


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR