Flugeldasýning hefst kl. 20:00 á miđvikudag

  • Fréttir
  • 4. janúar 2021

Hin árlega flugeldasýning, sem fyrirtæki í Grindavík styrkja og okkar öfluga björgunarsveit Þorbjörn sér um, verður á sínum stað á þrettándanum. Þrettándinn markar lok jólanna þegar síðasti jólasveinninn heldur heim, sem er Kertasnýkir. Flugeldasýningin fer fram við hafnarsvæðið klukkan 20:00 á miðvikudaginn kemur, 6. janúar. 

Sýningin mun sjást víða og gæta verður að sóttvörnum og hinni svokölluðu "jólakúlu". Fólk er því beðið um að halda sig í bílunum sínum eða við bílana ef það ætlar að koma niður á hafnarsvæði. Þeir sem koma keyrandi eru líka beðnir um að slökkva ljósin á bílunum til að auka upplifunina á sýningunni.

Þrettándagleðin er samstarfsverkefni frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar sem mun stjórna sýningunni eins og áður.

Grindavíkurbær óskar öllum bæjarbúum velfarnaðar á nýju ári.

Eftirtalin fyrirtæki styrkja flugeldasýninguna 2021:

Papas 
Staðarbúið
Englaberg
Páll Gíslason
Stjörnufiskur
Northern Light Inn
Olís
Palóma
Hárstofan
Sjóvá
Stakkavík
Sjómannastofan Vör
Tannlæknastofa Guðmundar
TG- Raf
Verkalýðsfélag Grindavíkur
Vélsmiðja Grindavíkur
Vísir hf
Salthúsið
Þorbjörn hf
PGF-framtíðarform
Köfunarþjónusta Gunnars
Besa
EB. Þjónusta
Einhamar
Fiskmarkaður Suðurnesja
Fiskverkun ÓS
GG Sigurðarson 
Grindin
Hárhornið
Hérastubbur
Jónsi múr
Landsbankinn
Málningarþjónusta Grétars
Fjórhjólaævintýri
Samherji fiskeldi
Fish House
Klafar
Skiparadió
Víkurafl
Matorka
Gjögur
Hjá Höllu
Blómakot
Reykjanes Guesthouse 
Fanndalslagnir
Lagnaþjónusta Þorsteins
Víking sjávarfang
Flísa- og múrþjónustan

Grindavíkurbær
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Höfnin / 23. febrúar 2021

Sandfell SU 75

Fréttir / 19. febrúar 2021

Skítur og lausaganga: Virđum reglurnar

Fréttir / 18. febrúar 2021

Nýtt geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 12. febrúar 2021

10.A vann spurningakeppnina

Fréttir / 11. febrúar 2021

Sjálfstyrkingarnámskeiđ fyrir stelpur

Höfnin / 8. febrúar 2021

Fljúgandi start í febrúar

Bókasafnsfréttir / 8. febrúar 2021

Vasaljósalestur