5. flokkur karla í knattspyrnu heiđrađur

  • Fréttir
  • 2. janúar 2021

Í sumar varð Grindavík Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki karla. Hefð er fyrir því að heiðra þá flokka eða einstaklinga sem verða Íslandsmeistarar og voru þeir heiðraðir þann 30. desember þegar kjörið á íþróttafólki Grindavíkur fór fram í Kvikunni. 

Knattspyrnuþjálfararnir Nihad Cober og Anton Ingi Rúnarsson voru í dag útnefndir þjálfarar Grindavíkur árið 2020. Þá var lið meistaraflokks kvenna í knattspyrnu valið lið Grindavíkur árið 2020. Bæði verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í ár. 

Þeir Cober og Anton Ingi þjálfuðu lið UMFG í 5. flokki karla síðasta tímabil með undraverðum árangri. Liðið var Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki sem er einstakur árangur. Þess má geta að 46 lið eru skráð í keppni A-liða landinu öllu.

Fjöldi iðkenda er því mikill og samkeppnin hörð. Liðið tapaði aðeins einum leik í allt sumar og hafa Cober og Anton Ingi náð að kenna drengjunum mikið, enda er tæknin, samspilið og leikgleðin í fyrirrúmi hjá þeim. Árangur þeirra og drengjanna vakti landsathygli enda gerist það ekki oft að lið úr minni byggðarlögum á landsbyggðinni beri sigur úr býtum úr í Íslandsmóti A-liða. 

Hér má sjá umfjöllun á Facebook síðu knattspyrnudeildar UMFG eftir að ljóst varð að 5. flokkur hafði tryggt sér titilinn:

Grindavík er Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki karla eftir 3-2 sigur gegn Breiðabliki í hörkuleik sem fram fór á Grindavíkurvelli í kvöld. Þetta er tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki en þessi sömu lið mættust í úrslitum á N1 mótinu fyrr í sumar. Þar hafði Breiðablik betur.

Frábær umgjörð var í kringum fyrir úrslitaleikinn. Settur upp var sérstakur 8 manna völlur fyrir framan stúkuna á aðavellinum í Grindavík. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Grindavíkurvöll í dag til að fylgjast með þessum frábæra leik sem einnig var sýndur í beinni á GrindavíkTV.

Blikar komust yfir snemma leiks en Grindavík jafnaði leikinn með marki frá Andra Karli Júlíussyni Hammer. Staðan 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komst Grindavík yfir með frábæru skallamarki frá Eysteini Rúnarssyni. Blikar jöfnuðu leikinn og var gríðarleg spenna á Grindavíkurvelli. Þegar skammt var til leiksloka fékk Grindavík dæmda vítaspyrnu. Eysteinn Rúnarsson steig á punktinn og skoraði örugglega. Blikar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Grindavík fagnaði ótrúlegum sigri.

Helgi Mikael Jónasson dæmdi leikinn og afhenti Jónas Karl Þórhallson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sigurliðinu Íslandsmeistaratitilinn.

Við óskum okkar frábæra liði hjartanlega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og þökkum Breiðabliki fyrir frábæran leik.

Íslandsmeistaralið Grindavíkur 2020:
Leikmenn:
Arnar Eyfjörð Jóhannsson
Orri Sveinn Á. Öfjörð
Sölvi Snær Ásgeirsson
Breki Þór Editharson
Hafliði Brian Sigurðsson
Helgi Hafsteinn Jóhannsson
Andri Karl Júlíusson Hammer
Reynir Sæberg Hjartarson
Caue Da Costa Oliveira
Eysteinn Rúnarsson

Þjálfarar:
Anton Ingi Rúnarsson
Nihad Hasecic
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Höfnin / 23. febrúar 2021

Sandfell SU 75

Fréttir / 19. febrúar 2021

Skítur og lausaganga: Virđum reglurnar

Fréttir / 18. febrúar 2021

Nýtt geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 12. febrúar 2021

10.A vann spurningakeppnina

Fréttir / 11. febrúar 2021

Sjálfstyrkingarnámskeiđ fyrir stelpur

Höfnin / 8. febrúar 2021

Fljúgandi start í febrúar

Bókasafnsfréttir / 8. febrúar 2021

Vasaljósalestur