Ungu fólki afhent hvatningarverđlaun Grindavíkur 2020

  • Fréttir
  • 2. janúar 2021

Hvatningarverðlaun Grindavíkur voru afhent ungu íþróttafólki, í gær, þann 30. desember sl. en viðurkenningarnar hafa verið veittar í tengslum við val á íþróttafólki Grindavíkur. Í ár fengu 9 ungmenni viðurkenningar frá sveitarfélaginu og má lesa um verðlaunahafana hér að neðan. 

Alexander Veigar Þorvaldsson fékk hvatningarverðlaun fyrir pílukast. Umsögn þjálfara hans er svohljóðandi: 
Alexander Veigar hefur staðið sem miklum ágætum í pílukasti frá því hann byrjaði árið 2016. Hann hefur náð góðum árangri bæði hérlendis sem og erlendis í landsliðsferðum. Árið 2018, þá komst hann upp úr riðli sínum í Evrópukeppni unglinga og hefur komist í 8 manna úrslit í fullorðinsflokki. Alexander er mikill keppnismaður þó að það beri ekki mikið á því. Hann er yfirvegaður og góður undir pressu. Þó að pílukast sé meiri einstaklingsíþrótt, þá er Alexander mikill liðsmaður og hefur alltaf verið Pílufélagi Grindavíkur til mikillar sóma. Hann á framtíðina fyrir sér í pílukasti sem og öðru sem hann leggur fyrir sig.

Bergsveinn Ellertsson fékk hvatningarverðlaun fyrir sund. Umsögn þjálfara hans er svohljóðandi: 
Bergsveinn sinnir íþróttinni einstaklega vel, mætir vel á æfingar og er metnaðarfullur. Gaman er að fylgjast með Bergsveini á æfingum þar sem hann leggur sig ávalt 100% fram og gefur alltaf aðeins auka í síðustu spretti í hverju setti. Bergsveinn hefur einnig tekið framförum bæði í hraða og tækni. Hann er skemmtilegur og góður félagi. Ég (Margrét Rut) vona sannarlega að þessi viðurkenning verði þér hvatning að halda áfram og taka enn frekari framförum.

Bergsveinn

Guðmundur Einar Magnússon fékk hvatningarverðlaun fyrir hestaíþróttir. Umsögn þjálfara hans er svohljóðandi: 
Guðmundur Einar er áhugasamur, duglegur og stundar íþróttina af kappi. Guðmundur tekur þátt í öllum viðburðum hjá félaginu og sækir jafnframt öll reiðnámskeið. Guðmundur hefur sýnt miklar framfarir á árinu og á framtíðina fyrir sér.

Emma Lív Þórisdóttir fékk hvatningarverðlaun fyrir körfuknattleik. Umsögn þjálfara hennar er svohljóðandi: 
Emma Lív er mjög áhugasöm og hefur tekið stöðugum framförum. Hún mætir á allar æfingar sem aukaæfingar, metnaðarfull, dugleg, samviskusöm, kvartar aldrei og er unun að þjálfa hana. 
Emma Lív er til fyrirmyndar innan vallar sem utan, hún er góður liðsfélagi, kemur vel fram við alla og er alltaf jákvæð og glöð. Hún er alltaf tilbúin að vinna á leikjum og aðstoða þegar vantar hjá félaginu.

Emma Lív

Halldóra Rún Gísladóttir fékk hvatningarverðlaun fyrir hestaíþróttir. Umsögn þjálfara hennar er svohljóðandi: 
Halldóra Rún hefur tekið miklum framförum sem knapi á árinu þótt ung sé. Hún er virk að taka þátt í viðburðum hjá félaginu og sækir jafnframt öll reiðnámskeið. Halldóra Rún hefur sett stefnuna hátt og er fylgin sér í því.

Jón Breki Einarsson fékk hvatningarverðlaun fyrir golf. Umsögn þjálfara hans er svohljóðandi: 
Það er með miklu stolti að Golfklúbbur Grindavíkur tilnefni Jón Breka Einarsson til hvatningaverðlauna Grindavíkurbæjar 2020. Jón Breki hefur tekið miklum framförum á árinu sem er að líða, hann hefur náð að lækka forgjöf sína úr 32 í 19. Jón Breki er duglegur að mæta á æfingar og sinnir sinni íþrótt vel með bros á vör.

Jón Fannar Sigurðsson fékk hvatningarverðlaun fyrir knattspyrnu og körfuknattleik. Umsögn knattspyrnuþjálfara hans er svohljóðandi: 
Jón Fannar er mjög metnaðarfullur iðkandi. Hann mætir á allar æfingar og gefur alltaf 110% í allt sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sýnir mikinn baráttuvilja og er mjög jákvæður einstaklingur inná vellinum. Hann hefur tekið miklum framförum á öllum sviðum auk þess sem hann er mjög duglegur að vinna fyrir félagið. Jón Fannar er leikmaður sem ungir iðkendur ættu að taka sér til fyrirmyndar þar sem hann kemur mjög vel fram innan sem utan vallar og er félagi sínu til mikils sóma.
Umsögn körfuknattleiksþjálfara Jóns Fannars hljóðar svo:
Jón Fannar er með einsdæmum áhugasamur, leggur sig ávallt 100% fram á æfingum og tilbúinn að leggja mikið á sig til að verða betri leikmaður. Sem einstaklingur er hann mjög jákvæður og alltaf fyrstur til að stappa stálinu í félaga sína þegar á móti blæs. 
Jón Fannar sýnir góða hegðun innan vallar sem utan og frábær fyrirmynd yngri iðkenda, bæði sem leikmaður og einstaklingur. Hann er alltaf tilbúinn að aðstoða, sama hversu mikið eða lítið verkið er.

Kristín Björg Ómarsdóttir fékk hvatningarverðlaun fyrir sund. Umsögn þjálfara hennar er svohljóðandi: 
Kristín Björg er áhugasöm, metnaðarfull og mætir vel á æfingar. Hún leggur sig ávalt fram og hefur tekið miklum framförum. Gaman er hversu forvitin og dugleg hún er að spyrja um íþróttagreinina til að öðlast meiri skilning og til að bæta sig enn frekar. Ég (Margrét Rut) vona sannarlega að þessi viðurkenning verði þér hvatning að halda áfram og taka enn frekari framförum.

Sigríður Emma Fanndal fékk hvatningarverðlaun fyrir knattspyrnu. Umsögn þjálfara hennar er svohljóðandi: 
Emma er frábær fyrirmynd innan vallar sem utan. Hún er stundvís og samviskusöm og mætir á allar æfingar. Hún leggur sig alltaf 100% fram í öllu sem hún gerir og það er eitthvað sem á eftir fleyta henni gríðarlega langt í því sem hún leggur fyrir sig. Emma tekur virkan þátt í starfi félagsins og er afar dugleg að vinna fyrir klúbbinn. Hún hefur verið að þjálfa yngri flokka undanfarin ár sem og tekið virkan þátt í dómgæslu yngri flokka.

Grindavíkurbær óskar verðlaunahöfum til hamingju og vonar að verðlaunin verði þeim hvatning til að halda áfram á sömu braut. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun