Matthías Örn: Kastar á hverjum degi

  • Fréttir
  • 31. desember 2020

Matthías Örn Friðriksson var í gær kjörinn íþróttamaður Grindavíkur árið 2020 en Matthías hefur átt mjög farsælt ár í pílukastinu. Hann varð í mars Íslandsmeistari í 501 auk þess að vinna sérstakt jólamót Stöðvar 2 þar sem tólf bestu píluspilurum landsins var boðið að spila. Matthías var í viðtali í Járngerði í vor en þar segir Matthías að æfingin skili sér en hann kastar pílu á hverjum degi. Matthías var í örstuttu viðtali eftir kjörið í gær og má nálgast hér fyrir neðan. 


Deildu ţessari frétt