Sylvía Sól og Matthías Örn íţróttafólk Grindavíkur 2020

  • Fréttir
  • 30. desember 2020

Hestaíþróttakonan Sylvía Sól Magnúsdóttir og pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson voru í dag útnefnd íþróttafólk Grindavíkur árið 2020. 

Sylvía Sól Magnúsdóttir er öflug íþróttakona innan vallar sem utan. Hún keppti í ungmennaflokki, opnum flokki og meistaraflokki og var í verðlaunasæti á nær öllum mótum sem hún keppti á. Sylvía Sól er í 16 sæti og 21 sæti á stöðulista yfir landið í fjórgangi og tölti. Með forkeppnum, A og B úrslitum telja keppnirnar 10 samtals. Sylvía Sól stundar nám á hestabraut í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ og starfar við tamningar og þjálfun. Hún fékk ekki tækifæri í ár til að verja Íslandsmeistaratitil sinn né keppa fyrir Íslands hönd þar sem stórum mótum var aflýst á þessu ári en Sylvía Sól var í byrjun árs valin í U-21 landsliðshóp Íslands af Landssambandi hestamanna. 

Matthías Örn Friðriksson hefur haldið uppteknum hætti frá því hann kom inn í pílukastíþróttina með miklum krafti árið 2019. Hann er orðin besti pílukastarinn á landinu og vann íslandsmeistaratitilinn í 501 árið 2020. Matthías Örn hefur alltaf verið mikil fyrirmynd innan sem utan vallar, m.a. þegar hann spilaði knattspyrnu í efstu deild með Grindavík og er engin breyting á því í pílukastinu. Hann sýnir með góðu fordæmi hvernig á að ná árangri í því sem maður tekur sér fyrir hendur. Hann er góður fulltrúi íþróttarinnar á Íslandi bæði sem keppnismaður og ekki síður sem frumkvöðull í útsendingum á netinu sem og stjórnarmaður í bæði Íslenska Pílukastsambandi Íslands sem og Pílufélagi Grindavíkur.

Verðlaunahöfum er óskað til hamingju með árangurinn á árinu!

Um valið 
Allar deildir UMFG sem og íþróttafélög með samstarfssamning við Grindavíkurbæ áttu kost á því að tilnefna íþróttafólk, lið og þjálfara úr sínum röðum. 

Kjörið fór þannig fram að valnefnd sem samanstendur af tíu einstaklingum, þ.e. aðalstjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fær kjörseðla í hendur. Hver fulltrúi í valnefnd greiddi þremur konum og þremur körlum atkvæði sitt með þeim hætti að sá sem settur var í efsta sæti fékk 10 stig, sá sem settur var í annað sæti 7 stig og sá í þriðja sæti 5 stig. Níu greiddu atkvæði og mest var því hægt að fá 90 stig. 

Þrjár efstu í kjöri á íþróttakonu ársins
1. Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir 61 stig
2. Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur 59 stig
3. Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir, knattspyrna 56 stig

Þrír efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 
1. Matthías Örn Friðriksson, pílukast 65 stig
2. Sigtryggur Arnar Björnsson, körfuknattleikur 48 stig
3. Sigurjón Rúnarsson, knattspyrna 46 stig

Tilnefningar til íþróttamanns Grindavíkur 2020
Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar
Jóhann Þór Ólafsson, hestaíþróttir
Matthías Örn Friðriksson, pílukast
Sigtryggur Arnar Björnsson, körfuknattleikur
Sigurjón Rúnarsson, knattspyrna
Þór Ríkharðsson, golf

Tilnefningar til íþróttakonu Grindavíkur 2020
Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur
Svanhvít Hammer, golf
Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir
Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir, knattspyrna

Íþróttamenn Grindavíkur 1988-2019
1988 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1989 Sigurður H Bergmann, júdó
1990 Sigurður H Bergmann, júdó
1991 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1992 Sigurður H Bergmann, júdó
1993 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1994 Sigurður H Bergmann, júdó
1995 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1996 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1997 Milan Stefán Jankovic, knattspyrna
1998 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1999 Grétar Ó Hjartarson, knattspyrna
2000 Ólafur Örn Bjarnason, knattspyrna
2001 Guðlaugur Eyjólfsson, körfuknattleikur
2002 Sinisa Kekic, knattspyrna
2003 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2004 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2005 Paul MacShane, knattspyrna
2006 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2007 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2008 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2009 Þorleifur Ólafsson, körfuknattleikur
2010 Jósef Kristinn Jósefsson, knattspyrna
2011 Óskar Pétursson, knattspyrna
2012 Björn Lúkas Haraldsson, taekwondó
2013 Jóhann Árni Ólafsson, körfuknattleikur
2014 Daníel Leó Grétarsson, knattspyrna
2015 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2016 Alexander Veigar Þórarinsson, knattspyrna
2017 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2018 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2019 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2020 Matthías Örn Friðriksson, pílukast

Íþróttakonur Grindavíkur 2008-2019
2008 Jovana Stefánsdóttir, körfuknattleikur
2009 Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrna
2010 Helga Hallgrímsdóttir, körfuknattleikur
2011 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, körfuknattleikur/knattspyrna
2012 Christine Buchholz, hlaupakona
2013 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2014 Guðrún Bentína Frímannsdóttir, knattspyrna
2015 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2016 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2017 Dröfn Einarsdóttir, knattspyrna
2018 Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur
2019 Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur
2020 Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir


Nánar verður fjallað um verðlaunin og verðlaunahafa á nýju ári. Fleiri myndir verða einnig birtar á Facebook-síðu bæjarins eftir helgi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál