Tómas Breki kosinn í Ungmennaráđ Samfés

  • Fréttir
  • 29. desember 2020

Tómas Breki Bjarnason nemandi í 9. bekk í Grunnskóla Grindavíkur var kosinn í Ungmennaráð Samfés um miðjan desember. Tómas Breki situr bæði í nemenda- og Þrumuráði auk þess að eiga sæti í Ungmennaráði Grindavíkur. Forstöðumaður Þrumunnar, Elínborg Ingvarsdóttir sagði Tómas Breka vel að þessu kominn. „Tómas er mikill leiðtogi, hann er harðduglegur og samviskusamur og sýnir frumkvæði. Ef eitthvað þarf að gera gengur hann beint til verks.”

Kosningin rafræn 
Kosið var í ár í ráðið með rafrænum hætti í gegnum forritin Discord og Zoom. Tómas Breki hlaut annað sæti í kjördæminu Reykjanes/kraginn og verður í eitt ár í Ungmennaráði Samfés. Kosningar í Ungmennaráð Samfés fara árlega fram á Landsmóti Samfés. 

Alls er kosið í 9 kjördæmum, þar sem 18 fulltrúar eru kosnir til tveggja ára og 9 fulltrúar til eins árs. Þannig eru fulltrúar ráðsins 27 talsins. Allir þátttakendur á Landsmóti hafa rétt til að bjóða sig fram í ungmennaráðið, þá hver fyrir sitt kjördæmi.

Tilgangur og markmið ungmennaráða Samfés er að: 

  • Efla þátttöku ungmenna í starfi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa.
  • Tryggja virka þátttöku ungmenna í málefnum þeirra.
  • Auka jafningjafræðslu.
  • Tryggja að ungmenni öðlist rödd í samfélaginu.
  • Ungmenni hafi tengiliði á landsvísu til þess að ræða málefni sem snúa að þeirra aldurshópi.
  • Efla Evrópusamstarf við önnur ungmenni.
  • Hafa áhrif á og vinna að viðburðum á vegum Samfés.
  • Hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir