Óhefđbundiđ kjör á íţróttafólki Grindavíkur fer fram 30. desember

  • Fréttir
  • 28. desember 2020

Líkt og undanfarin ár mun íþróttafólk Grindavíkur verða heiðrað og verðlaunað eftir frekar óvenjulegt ár 2020. Í stað verðlaunaafhendingar þar sem allt helsta íþróttafólk okkar hefur komið saman í Gjánni verður þess í stað, boðað í nokkrum hollum í Kvikuna, þar sem viðurkenningar og verðlaun verða afhent samkvæmt lögum um sóttvarnir. 

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Eggert Sólberg Jónsson, mun sjá um boðunina en afhending mun fara fram þann 30. desember í ár í stað gamlársdags í samvinnu við frístunda- og menningarnefnd og UMFG.

Tíu tilnefnd sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2020

Sex íþróttamenn og fjórar íþróttakonur hafa verið tilnefnd sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2020. Þá verður í fyrsta sinn útnefndur þjálfari ársins og lið ársins. Ljóst er að ný nöfn verða grafin í bikarana í ár þar sem þau sem tilnefnd eru hafa ekki lyft bikarnum áður.

Allar deildir UMFG sem og íþróttafélög með samstarfssamning við Grindavíkurbæ áttu kost á því að tilnefna íþróttafólk, lið og þjálfara úr sínum röðum. Valið er síðan í höndum tíu einstaklinga, þ.e. aðalstjórnar UMFG  og frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar. 

Þessi eru tilnefnd í flokkunum fjórum, í stafrófsröð:


Tilnefningar til íþróttamanns Grindavíkur 2020
Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðar
Jóhann Þór Ólafsson, hestaíþróttir
Matthías Örn Friðriksson, pílukast
Sigtryggur Arnar Björnsson, körfuknattleikur
Sigurjón Rúnarsson, knattspyrna
Þór Ríkharðsson, golf

Tilnefningar til íþróttakonu Grindavíkur 2020
Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur
Svanhvít Hammer, golf
Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir
Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir, knattspyrna

Tilnefningar til liðs ársins 2020
Mfl. kvenna í knattspyrnu

Tilnefningar til þjálfara ársins 2020
Nihad Cober og Anton Ingi Rúnarsson, knattspyrna
Ray Antony Jónsson, knattspyrna
Alls hafa 19 karlar verið kjörnir íþróttamenn Grindavíkur frá því viðurkenningin var fyrst veitt árið 1988. Páll Axel Vilbergsson hefur oftast allra lyft bikarnum eða fimm sinnum. Sigurður H. Bergmann og Guðmundur Bragason hlutu viðurkenninguna fjórum sinnum á sínum tíma. 

Íþróttakona Grindavíkur verður kjörin í 13 sinn. Tíu konur hafa hlotið titilinn íþróttakona ársins frá árinu 2008 en Petrúnella Skúladóttir er sú eina sem hefur lyft hefur bikarnum oftar en einu sinni eða þrisvar sinnum.

Íþróttamenn Grindavíkur 1988-2019
1988 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1989 Sigurður H Bergmann, júdó
1990 Sigurður H Bergmann, júdó
1991 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1992 Sigurður H Bergmann, júdó
1993 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1994 Sigurður H Bergmann, júdó
1995 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1996 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur
1997 Milan Stefán Jankovic, knattspyrna
1998 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur
1999 Grétar Ó Hjartarson, knattspyrna
2000 Ólafur Örn Bjarnason, knattspyrna
2001 Guðlaugur Eyjólfsson, körfuknattleikur
2002 Sinisa Kekic, knattspyrna
2003 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2004 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2005 Paul MacShane, knattspyrna
2006 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2007 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2008 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur
2009 Þorleifur Ólafsson, körfuknattleikur
2010 Jósef Kristinn Jósefsson, knattspyrna
2011 Óskar Pétursson, knattspyrna
2012 Björn Lúkas Haraldsson, taekwondó
2013 Jóhann Árni Ólafsson, körfuknattleikur
2014 Daníel Leó Grétarsson, knattspyrna
2015 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur
2016 Alexander Veigar Þórarinsson, knattspyrna
2017 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2018 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur
2019 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur

Íþróttakonur Grindavíkur 2008-2019
2008 Jovana Stefánsdóttir, körfuknattleikur
2009 Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrna
2010 Helga Hallgrímsdóttir, körfuknattleikur
2011 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, körfuknattleikur/knattspyrna
2012 Christine Buchholz, hlaupakona
2013 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2014 Guðrún Bentína Frímannsdóttir, knattspyrna
2015 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2016 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur
2017 Dröfn Einarsdóttir, knattspyrna
2018 Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur
2019 Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur
 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir