Fundur 513

  • Bćjarstjórn
  • 28. desember 2020

513. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 22. desember 2020 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:

  • Sigurður Óli Þórleifsson,  forseti,
  • Birgitta H. Ramsay Káradóttir,  aðalmaður,
  • Guðmundur L. Pálsson,  aðalmaður,
  • Hjálmar Hallgrímsson,  aðalmaður,
  • Hallfríður G Hólmgrímsdóttir,  aðalmaður,
  • Páll Valur Björnsson,  aðalmaður og 
  • Helga Dís Jakobsdóttir,  aðalmaður.
  • Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson,  sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson,  bæjarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.     Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2021 - 2012039
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Þjónustugjaldskrá Grindavíkurbæjar fyrir árið 2021 er lögð fram til samþykktar. 
Gildistaka 1. janúar 2021, nema annað sé tekið fram 


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða gjaldskrána. 
        
2.     Gjaldskrá fráveitu - 2011098
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Lögð er til breyting á 3. gr. a-liðar: Fráveitugjald hækkar úr 0,09% í 0,13%. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytinguna.
        
3.     Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþegar á fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2021 - 2012040
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lagt er til að tekjuviðmið hækki um 5% frá fyrra ári. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.
        
4.     Samþykkt um gatnagerðagjald í Grindavík 2021 - 2012051
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Ný samþykkt um gatnagerðargjald í Grindavík lögð fram til samþykktar. 

Helstu breytingar eru að fjárhæðir í 4. gr., liðir 1-4 hækka um 35% og tilvísanir í vísitölur eru uppfærðar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingarnar.
        
5.     Gjaldskrá Kvikunnar 2021 - 2012026
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Tillaga að gjaldskrá Kvikunnar fyrir 2021 lögð fram. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá.
        
6.     Reglur um sí- og endurmenntun starfsmanna Grindavíkurbæjar - 2012041
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram tillaga að breytingu reglna um sí- og endurmenntun starfsmanna Grindavíkurbæjar fyrir árið 2021, þ.a. heildarfjárhæð verði 0,4% af launum og launatengdum gjöldum að frádreginni lífeyrisskuldbindingu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.
        
7.     Fasteignagjöld 2021 - 2007050
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Álagningarreglur fasteignagjalda fyrir árið 2021 eru lagðar fram til samþykktar: 

1.  Fasteignaskattur 
1.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður)                             0,27% af fasteignamati húss og lóðar 
1.2. Opinberar byggingar (b-liður)                  1,32% af fasteignamati húss og lóðar 
1.3. Annað húsnæði (c-liður)                             1,45% af fasteignamati húss og lóðar 

2.  Lóðarleiga 
2.1. Íbúðahúsalóðir                                             1,00% af fasteignamati lóðar 
2.2. Lóðir v. opinberra bygginga                      2,00% af fasteignamati lóðar 
2.2. Lóðir v. annað húsnæði                              1,60% af fasteignamati lóðar 

3.  Fráveitugjald 
3.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður)                            0,13% af fasteignamati húss og lóðar 
3.2. Opinberar byggingar (b-liður)                 0,25% af fasteignamati húss og lóðar 
3.3. Annað húsnæði (c-liður)                            0,20% af fasteignamati húss og lóðar 

4.  Vatnsgjald 
4.1. Íbúðarhúsnæði (a-liður)                           0,055% af fasteignamati húss og lóðar 
4.2. Opinberar byggingar (b-liður)                  0,25% af fasteignamati húss og lóðar 
4.3. Annað húsnæði (c-liður)                             0,20% af fasteignamati húss og lóðar 
4.4. Notkunargjald                                                18,90 kr/m3 vatns 

5.  Sorphreinsunargjald/Tunnuleiga 
5.1. Íbúðarhúsnæði                                             18.088 kr. á tunnu pr. ár 

6.  Sorpeyðingargjald 
6.1. Íbúðarhúsnæði                                             29.510 kr. á íbúð pr. ár 

7.  Rotþróargjald 
7.1. Rotþróargjald                                               20.000 kr. á rotþró pr. ár 

Fjöldi gjalddaga                                                             10 
1/2, 1/3, 1/4, 1/5, 1/6, 1/7, 1/8, 1/9, 1/10 og 1/11 2021 

Heildarfjárhæð á einn gjalddaga                               20.000 


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar álagningarreglur.
        
8.     S.S.S. - Fjárhagsáætlun 2021 - 2012045
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Heildarframlög Grindavíkurbæjar eru um 64,252 millj.kr. eða um 12,61% af kostnaði og er það í samræmi við íbúafjölda. Öll framlög hafa verið færð inn í tillögu að fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2021. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun.
        
9.     Fjárhagsáætlun 2021-2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2007003
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, Guðmundur, Helga Dís, Hjálmar og Birgitta. 

Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2021, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, er áætluð 275,0 milljónir króna og er það 8,1% af heildartekjum.  Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir áætluð 471,0 milljónir króna og er það 12,4% af heildartekjum. 

Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2021-2024 er þessi í milljónum króna:

Heildareignir í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta eru áætlaðar í árslok 2021, 10.812 milljónir króna. Þar af er áætlað að handbært fé verði um 527 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 1.770 milljónir króna. Þar af er lífeyrisskuldbinding um 646 milljónir króna.
Langtímaskuldir eru áætlaðar um 775 milljónir króna í árslok 2021. Þar af eru langtímaskuldir við lánastofnanir 186 milljónir króna. 
Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildartekjum er 49,8%.

Veltufé frá rekstri áranna 2021-2024 er eftirfarandi í milljónum króna:Afborganir langtímalána eru að jafnaði um 10,1 milljón króna á árunum 2021-2024 sem gerir alls um 40,4 milljónir króna á þessu fjögurra ára tímabili.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2021-2024 er þessi milljónum króna:

Fjármögnun framkvæmda og afborgana af langtímalánum, á þessu 4 ára tímabili, mun að mestu verða með veltufé þessara ára. Auk þess er gert ráð fyrir að handbært lækki um 1.109 milljónir kr. og verði 361 milljónir króna í árslok 2024.

Bókun frá bæjarfulltrúa S-lista 
Það er skoðun fulltrúa S-lista að öll vinnubrögð við þessa fjárhagsáætlun hafa verið með miklum ágætum þar sem átt hefur sér stað samtal og samráð við sem flesta sem málin varðar. Það er ljóst að á tímum sem þessum eru allar hagræðingarákvarðanir erfiðar en það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um bæjarsjóð, en um leið að horfa til forgangsröðunar hvað varðar framkvæmdir og standa vörð um grunnþjónustu með hag bæjarbúa að leiðarljósi til lengri framtíðar. Staða bæjarsjóðs og rekstur Grindavíkurbæjar hefur staðið traustum fótum á undanförnum árum sem hefur gert störf bæjarfulltrúa auðveldari við gerð fjárhagsáætlunar. 
Staðan er því miður önnur núna þar sem bæjarsjóður hefur orðið fyrir tekjuskerðingu og því hefur reynt á stjórnvöld bæjarins að takast á við og mæta þeim erfiðleikum sem við hafa blasað. Að mati fulltrúa S-lista sem ætíð hefur lagt áherslu á víðtækt samráð þvert á flokka í störfum sínum sem bæjarfulltrúi hefur bæjarstjórn Grindarvíkur tekist að gera það með því að leggja höfuðáherslu á að verja velferðarkerfi sín og grunnþjónustu. Þrátt fyrir að ýmsar framkvæmdir sem áætlaðar voru á næstu misserum þurfi að bíða enn um sinn sem eru að sjálfsögðu vonbrigði mun Grindavíkurbær lítið slá af í framkvæmdum eins og fjárfestingaráætlunin ber glöggt merki. Það mun þó þýða vegna aðstæðna að það markmið bæjarstjórnar um að handbært fé verði ekki lægra en 1 milljarður króna mun ekki halda þar sem að þessar fjárfestingar eru verulegar og veltufé frá rekstri næstu ára stendur ekki undir þeim. 
Fulltrúi S-lista vill nota tækifærið og senda öllu starfsfólki Grindavíkurbæjar sem og öðrum bæjarbúum hugheilar jólakveðjur með þá einlægu von í brjósti að árið 2021 verði okkur öllum farsælt og hamingjuríkt og þakkar fyrir einstaka fórnfýsi, þolinmæði og auðmýkt á þeim erfiðu tímum sem við öll höfum upplifað á þessu ári 2020. Það er ljóst að í okkar góða bæjarfélagi býr mikill mannauður sem sýnt hefur af sér einstakt umburðarlyndi og æðruleysi sem ekki er sjálfgefið í aðstæðum sem þessum. 
Páll Valur Björnsson, bæjarfulltrúi S-lista. 

Bókun frá bæjarfulltrúa M-lista 
Bæjarfulltrúi Miðflokksins sér sig knúinn til þess að kjósa á móti fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2021 vegna ákvörðunar meirihlutans um að leggja aukið fé til Keilis Miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs sem staðsett er að Ásbrú í Reykjanesbæ. Á fundi bæjarráðs þann 15.12.2020 komu fulltrúar B-listans og D-listans með bókun þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við skólann og samþykktu að leggja honum til tæpar 23 m.kr. strax á nýju ári. 
Þau gögn sem lögð hafa verið fram máli þessu til stuðnings gefa ekki tilefni til að ætla að rekstur skólans geti orðið sjálfbær og af þeim sökum kaus ég gegn bókuninni á bæjarráðsfundinum umrædda. Þar sem ekki er kosið í beinni kosningu um þessa fjárfestingu með öðrum hætti en að samþykkja eða synja fjárhagsáætlun sé ég mig knúna til að hafna fjárhagsáætlun. Vil árétta það sem fram hefur komið í máli mínu að öll vinna við fjárhagsáætlunina hafi verið ítarleg og virkilega góð vinnubrögð og því er þetta eina atriði sem atkvæði mitt fellur á. 
Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins 


Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árin 2021-2024 með 6 atkvæðum, Hallfríður greiðir atkvæði á móti. 
        
10.     Deiliskipulag - Hlíðarhverfi - 1901081
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Uppfærð gögn deiliskipulags við Hlíðarhverfi vegna ábendinga Skipulagsstofnunar um sérafnotarétt íbúða á jarðhæð í fjölbýli og umfjöllun um áfangaskiptingu uppbyggingar hverfis lögð fram. 

Þá hafa eftirfarandi breytingar/viðbætur verið gerðar á gögnum: 
Lóðarnöfn sett á uppdrátt og í skilmálatöflu. Eftirfarandi er tillaga skipulagsnefndar að lóðarnöfnum í hverfinu frá fundum nefndarinnar þann 30. nóvember og 15. desember: Brattahlíð, Langahlíð, Arnarhlíð, Álftahlíð, Fálkahlíð, Hrafnahlíð, Kríuhlíð, Lóuhlíð, Mávahlíð, Spóahlíð, Súluhlíð. 

- Skilmálum og lóð fyrir spennistöð HS Veitna bætt við á skipulagsuppdrátt og í greinargerð. 
- Smávægilegar breytingar gerðar á lóðum á skipulagsuppdrætti og í skilmálatöflu vegna breytinga á miðlínu gatna. 

Breytingar og viðbætur eru minniháttar og ekki þörf á að auglýsa tillöguna aftur. Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um. 

Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulagstillöguna fyrir Hlíðarhverfi á 81.fundi sínum þann 15.desember sl. með þeim minniháttar breytingum og viðbótum sem hafa verið gerðar á henni eftir auglýsingu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillögu Hlíðarhverfis með þeim minniháttar breytingum og viðbótum sem gerðar hafa verið. Bæjarstjórn samþykkir tillögu að nöfnum á götum í hverfinu. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun uppfærða tillögu að deiliskipulagi Hlíðarhverfis til staðfestingar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að láta birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. 
        
11.     Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Skipulagsnefnd samþykkti á 79. fundi sínum þann 16. nóvember sl. að veita HS Orku heimild til að vinna að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Reykjanesi. Þá var skipulagslýsing fyrir deiliskipulagsbreytinguna lögð fyrir á 81. fundi skipulagsnefndar þann 15. desember sl. þar sem hún var samþykkt til auglýsingar og vísað til bæjarstjórnar. 

Áherslur í deiliskipulagsvinnunni eru m.a.: 
- Uppfæra skipulagsgögnin m.t.t. þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. 
- Bæta framsetningu á uppdrætti og tryggja að nauðsynlegt svigrúm sé til staðar við framkvæmdir og uppbyggingu. 
- Skerpa á áherslum deiliskipulagsins. 
- Huga að nýjum svæðum/lóðum/borteigum. 
- Setja fram skýra skilmála. 
- Samráð við hagsmunaaðila. 
- Umhverfismat sem byggir á nýjustu upplýsingum um grunnástand umhverfis. 
- Skipta skipulagssvæðinu í tvö deiliskipulög, þ.e. annað verði í Grindavík og hitt í Reykjanesbæ, til að gera stjórnsýslu skilvirkari. 

Í 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kveðið á um að lýsing á skipulagsverkefninu skuli leggja fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita HS orku heimild til deiliskipulagsbreytingarinnar á iðnaðarsvæðinu á Reykjanesi, á kostnað fyrirtækisins. Þá samþykkir bæjarstjórn einnig að framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulagsbreytinguna verði auglýst og kynnt í samræmi við 1. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
        
12.     Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 1911034
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur og Hallfríður. 

Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu við Víðihlíð lögð fram til samþykktar fyrir auglýsingu og kynningu. Málsmeðferð á deiliskipulagsbreytingunni verður í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkti á 81. fundi sínum þann 15. desember að auglýsa og kynna tillögu að breyttu deiliskipulagi við Víðihlíð. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa og kynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Víðihlíð. 
        
13.     Víkurhóp 59 - Umsókn um lóð - 2011107
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Eignarhaldsfélagið Normi ehf. sækir um lóðina Víkurhóp 59. 

Á 81. fundi skipulagsnefndar var samþykkt að úthluta Eignarhaldsfélaginu Norma lóðinni Víkurhóp 59 að uppfylltum skilyrðum í gr. 3.2 í lóðarúthlutunarreglum Grindavíkurbæjar. Úthlutun lóðar er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun skipulagsnefndar. 
        
14.     Sólbakki - Umsókn um byggingarleyfi - 2010023
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir því að byggja kalda geymslu (14,4 m2) við Sólbakka í Þórkötlustaðarhverfi. Geymslan verður bárujárnsklætt timburhús með sama útliti og sömu litum og íbúðarhúsið. Í samræmi við skilmála verndaráætlunar Þórkötlustaðarhverfis þá hafa byggingaráformin verið grenndarkynnt íbúum Þórkötlustaðahverfis ásamt því að leitað var álits Minjastofnunar. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu ásamt því að umsögn Minjastofnunar liggur fyrir án athugasemda. Skipulagsnefnd samþykkti byggingaráformin á 81.fundi sínum þann 15.desember sl. 

Bæjarstjórn samþykkir byggingaráformin. með 6 atkvæðum, Hallfríður situr hjá. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
        
15.     Suðurnesjalína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2012027
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi fyrir því að byggja 220 kV raflínu, Suðurnesjalínu 2, milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík. Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 772/2012. Suðurnesjalína 2, alls um 33,9 km og er hluti hennar innan Grindavíkur 0,79 km. Miðað er við að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 árið 2021 og að spennusetning línunnar verði í lok árs 2022. 
Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfið á fundi nefndarinnar nr. 81 þann 15. desember sl. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita framkvæmdaleyfið. 
        
16.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Helga Dís, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Páll Valur og bæjarstjóri. 

Fundargerð 891. fundar, dags 20. nóvember 2020, er lögð fram til kynningar.
        
17.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, Helga Dís, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur, Birgitta og bæjarstjóri. 

Fundargerð 892. fundar, dags 11. desember 2020, er lögð fram til kynningar.
        
18.     Bæjarráð Grindavíkur - 1564 - 2011020F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Helga Dís og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
19.     Bæjarráð Grindavíkur - 1565 - 2011029F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Hallfríður, bæjarstjóri, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Helga Dís, Páll Valur og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Bæjarráð Grindavíkur - 1566 - 2012009F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Hallfríður, Hjálmar, Páll Valur, Birgitta, bæjarstjóri, Helga Dís og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Bæjarráð Grindavíkur - 1567 - 2012015F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Guðmundur, Hallfríður, Helga Dís, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Skipulagsnefnd - 80 - 2011028F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Guðmundur, Páll Valur, bæjarstjóri, Birgitta, Helga Dís og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Skipulagsnefnd - 81 - 2012012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Guðmundur, Hallfríður, Páll Valur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
24.     Fræðslunefnd - 104 - 2012003F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Helga Dís, Hjálmar, bæjarstjóri, Guðmundur og Birgitta. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Frístunda- og menningarnefnd - 100 - 2012006F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Hjálmar, bæjarstjóri, Helga Dís, Páll Valur, Birgitta og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Hafnarstjórn Grindavíkur - 475 - 2012017F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur, Hallfríður, bæjarstjóri, Hjálmar, Guðmundur og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
27.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 49 - 2012010F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hjálmar, bæjarstjóri, Hallfríður, Guðmundur, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Valur og Helga Dís. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81