Fundur 67

  • Almannavarnir
  • 28. desember 2020

67. fundur Almannavarnarnefndar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 17. desember 2020 og hófst hann kl. 10:00.


Fundinn sátu:
Fannar Jónasson bæjarstjóri, Ásmundur Jónsson slökkviliðsstjóri,
Atli Geir Júlíusson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Jón Valgeir Guðmundsson aðalmaður, Tryggvi Hjörtur Oddsson aðalmaður og
Sigurður Bergmann aðalmaður.

Einnig sátu fundinn: Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum, Gunnar Schram yfirlögregluþjónn, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Friðjón Viðar Pálmason frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Bogi Adolfsson frá björgunarsveitinni Þorbirni og Bergrún Arna Óladóttir sérfræðingur á sviði eldfjallafræði hjá Veðurstofu Íslands. 

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum með Teams fjarfundarbúnaði.

Dagskrá:

1.     Stýrihópur um hættumat vegna eldgosa nálægt þéttbýli - vestanverður Reykjanesskagi - 2006054
    Bergrún Arna Óladóttir frá Veðurstofu Íslands sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir þá vinnu sem unnin hefur verið við hættumat vegna eldgosa nálægt þéttbýli á vestanverðum Reykjanesskaga. Stefnt er á að verkefninu ljúki í maí 2021. 
        
2.     Viðbragðsáætlun Grindavíkurbæjar - 2012044
    Farið yfir stöðuna á viðbragðsáætlun ríkislögreglustjóra og stofnana Grindavíkurbæjar. 

Viðbragðsáætlun ríkislögreglustjóra er komin á vef almannavarna og tekur gildi um áramót. Stefnt er á skrifborðsæfingu þegar aðstæður í þjóðfélaginu verða betri út frá sóttvarnarsjónarmiðum. 

Gera þarf upplýsingar um rýmingaráætlun Grindavíkurbæjar á heimasíðu bæjarins aðgengilegri. 
        
3.     Rauði Krossinn - hlutverk á neyðarstigi - 2012043
    Farið yfir hlutverk Rauða Krossins. 

Deildir Rauða krossins á Suðurnesjum hafa verið sameinaðar. Vinna við að koma upp viðbragðshóp Rauða krossins á Suðurnesjum er í gangi og verður kynnt lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar. Einnig er verið að koma á fót þjálfun fyrir aðgerðarstjórnendur Rauða krossins. Hannes Friðriksson er fulltrúi Rauða krossins á Suðurnesjum í aðgerðarstjórn. Lager Rauða krossins af beddum (300 til 400 stk) eru í Reykjanesbæ eftir atburð fyrr á árinu. 
        
4.     Varaaflsstöð við Íþróttamannvirki - 2012042
    Kynntar hugmyndir um staðsetningu varaaflsstöðvar við íþróttamannvirki í Grindavík. 

Fjöldarhjálparstöð í Grindavík hefur verið staðsett í Hópsskóla en er nú í íþróttamiðstöð, þó verður Hópsskóli áfram tiltækur ef skipta þarf upp hópum. 

Grindavíkurbær hefur fjárfest í varaaflsstöð og vinna er í gangi við að setja hana upp til að keyra íþróttamiðstöðina. Hugmyndin um að tengja hana við spennistöðu nærri íþróttamiðstöðinni þannig að hún gæti líka keyrt Víkurbraut 62 þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er til húsa ásamt mögulega fleiri mannvirkjum. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50.
 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FUNDARGERÐIR

Bæjarráð / 10. apríl 2025

Fundur 1680

Innviðanefnd / 26. mars 2025

Fundur 6

Bæjarstjórn / 25. mars 2025

Fundur 583

Bæjarráð / 11. mars 2025

Fundur 1678

Bæjarráð / 4. mars 2025

Fundur 1677

Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025

Fundur 582

Bæjarráð / 18. febrúar 2025

Fundur 1676

Innviðanefnd / 17. febrúar 2025

Fundur 5

Bæjarstjórn / 28. janúar 2025

Fundur 581

Bæjarráð / 21. janúar 2025

Fundur 1675

Afgreiðslunefnd byggingamála / 16. janúar 2025

Fundur 86

Afgreiðslunefnd byggingamála / 5. júlí 2024

Fundur 82

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. maí 2024

Fundur 81

Afgreiðslunefnd byggingamála / 27. maí 2024

Fundur 80

Afgreiðslunefnd byggingamála / 18. apríl 2024

Fundur 79

Afgreiðslunefnd byggingamála / 29. nóvember 2024

Fundur 85

Afgreiðslunefnd byggingamála / 20. nóvember 2024

Fundur 84

Afgreiðslunefnd byggingamála / 26. ágúst 2024

Fundur 83

Afgreiðslunefnd byggingamála / 8. júní 2023

Fundur 73

Afgreiðslunefnd byggingamála / 11. maí 2023

Fundur 72

Innviðanefnd / 16. desember 2024

Fundur 3

Innviðanefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 14. janúar 2025

Fundur 1674

Samfélagsnefnd / 15. janúar 2025

Fundur 4

Bæjarráð / 7. janúar 2025

Fundur 1673

Bæjarstjórn / 17. desember 2024

Fundur 580

Samfélagsnefnd / 11. desember 2024

Fundur 3

Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024

Fundur 579

Bæjarráð / 12. nóvember 2024

Fundur 1670, bæjarráð

Innviðanefnd / 18. nóvember 2024

Fundur 2, Innviðanefnd