Auglýsing skipulagslýsingar: Endurskoðun deiliskipulags iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi

  • Skipulagssvið
  • 19. janúar 2021

Grindavíkurbær og Reykjanesbær auglýsa hér með sameiginlega skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á gildandi Deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi, skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Lýsingin fjallar um fyrirhugaða endurskoðun á Deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi, sem tók gildi í janúar 2004 og tekur til lands innan sveitarfélagamarka Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar. 

Viðfangsefni endurskoðunar deiliskipulagsins eru skipulagsskilmálar um umfang og fyrirkomulag mannvirkja, orkuvinnslu og atvinnustarfsemi, verndarsvæði, minjar og tækifæri fyrir ferðaþjónustu og útivist. Deiliskipulagssvæðinu verður skipt í tvo hluta við sveitarfélagsmörk Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæja.  

Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: 
•    Grindavíkurbær 
•    Reykjanesbær

Ábendingar og athugasemdir skulu berast skriflega og má skila þeim til:
•    Grindavíkurbæjar, b.t. Atla Geir Júlíussonar, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Víkurbraut 62 240 Grindavík eða í tölvupósti á atligeir@grindavik.is  
•    Reykjanesbæjar, b.t. Gunnars Kristins Ottóssonar, skipulagsfulltrúa, Ráðhúsi Tjarnargötu 12,  230 Reykjanesbæ eða í tölvupósti á Gunnar.K.Ottosson@Reykjanesbaer.is 

Umsagnafrestur lýsingar er til og með 31.janúar 2021.

Útbúin hefur verið vefsjá fyrir verkefnið sem hægt er að skoða ásamt því að hægt er að senda inn ábendingu, sjá hér.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum