Eftir að reglur um sóttvarnir voru hertar á ný brá tónlistarskólinn á það ráð að fjárfesta í skilrúmi. Í ljósi þess að hljóðfæranemendur á blásturshljóðfæri (trompet og þverflautu) og söngnemendur geta ekki stundað sitt tónlistarnám með grímu þá er skilrúmið hugsað sem vörn gegn dropasmiti. Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel.