Grindavíkurbćr semur viđ Samtökin ‘78

  • Fréttir
  • 17. desember 2020

Grindavíkurbær og Samtökin ’78 hafa komist að samkomulagi um aukna þjónustu við starfsfólk og nemendur í Grindavík. Markmið samkomulagsins er að auka fræðslu um málefni hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda.  

Mikilvæg fræðsla til starfsfólks og nemenda
Samkvæmt samnignum mun starfsfólk á vegum Samtakanna ´78 standa fyrir fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur Grunnskóla Grindavíkur, starfsfólks leikskólanna í Grindavík, starfsfólk Félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar og stjórnenda hjá Grindavíkurbæ. 
Fræðslan kemur til með að miða að því að fræða starfsfólk um fjölbreytileika hinseginleikans, hvernig styðja megi við börn sem stíga út fyrir hinn „hefðbunda“ ramma kyns og kyntjáningar og börn úr fjölbreyttum fjölskyldum. Fræðslan er í samræmi við aðalnámskrá Grunnskóla 
Nemendum verður kynnt hvernig hinseginleikinn birtist í daglegu lífi auk þess sem rætt er við þau um fjölbreytileika samfélagsins. Þá fá þau góð ráð hvernig tryggja megi að hinsegin fólki innan vinahópa og bekkja líði vel og félagsmiðstöð Samtakanna Samtakanna ´78 kynnt fyrir nemendum. 

Grindvíkingar geta leitað til Samtakanna ‘78
Samningurinn felur einnig í sér að íbúar í Grindavík geta leitað eftir þjónustu Samtakanna ´78 eftir þörfum án endurgjalds. Þar eru m.a. starfandi sérfræðingar á sviðum félagsráðgjafar, sálfræði og lögfræði. Sérfræðingarnir bjóða upp á faglega ráðgjöf við úrlausn persónulegra mála er varða kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Ráðgjöfin nær einnig til samfélagslegra þátta, t.d. varðandi vinnumarkað, skóla og fordóma. 

Grindavíkurbær fyrsta sveitarfélagið á landsbyggðinni 
Grindavíkurbær er aðeins þriðja sveitarfélagið til að ganga frá sambærilegum samningi við Samtökin ’78 og það fyrsta á landsbyggðinni. Sveitarfélagið og Samtökin ´78 fagna samningnum og vænta góðs af honum. Þess er vænst að samningurinn leiði til aukinnar þekkingar og bæti lífsgæði íbúa. 
 


Deildu ţessari frétt