Fundur 81

  • Skipulagsnefnd
  • 17. desember 2020

81. fundur skipulagsnefndar haldinn Gjánni, 15. desember 2020 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson,  formaður, Ólafur Már Guðmundsson,  aðalmaður,
Anton Kristinn Guðmundsson,  aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir,  aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson,  aðalmaður, Atli Geir Júlíusson,  sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:
1.     Deiliskipulag - Hlíðarhverfi - 1901081
    Uppfærð gögn deiliskipulags við Hlíðarhverfi vegna ábendinga Skipulagsstofnunnar um sérafnotarétt íbúða á jarðhæð í fjölbýli og umfjöllun um áfangaskiptingu uppbyggingar hverfis lögð fram. 

Þá hafa eftirfarandi breytingar/viðbætur verið gerðar á gögnum: 
- Lóðarnöfn sett á uppdrátt og í skilmálatöflu. Lóðanöfnum breytt á þremur götum frá skipulagsnefndar fundi þann 30.nóvember sl., Brekkuhlíð verður Brattahlíð, Hrafnshlíð verður Hrafnahlíð og Blikahlíð verður Fálkahlíð. 
- Skilmálum og lóð fyrir spennistöð HS veitna bætt við á skipulagsuppdrátt og í greinagerð. 
- Smávægilegar breytingar gerðar á lóðum á skipulagsuppdrætti og í skilmálatöflu vegna breytinga á miðlínu gatna. 

Breytingar og viðbætur eru minniháttar og ekki þörf á að auglýsa tillöguna aftur. 
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir Hlíðarhverfi með þeim minniháttar breytingum sem hafa orðið á henni og fjallað er um í bókun þessari. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
2.     Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 1911034
    Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu við Víðihlíð lögð fram til samþykktar fyrir auglýsingu. Málsmeðferð á deiliskipulagsbreytingunni verður í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa og kynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Víðihlíð og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 
        
3.     Deiliskipulagsbreyting - Orkuvinnslusvæði á Reykjanesi - 2012024
    Skipulagslýsing vegna deiliskipulagsbreytingar á orkuvinnslusvæði á Reykjanesi lögð fram. 

Málsmeðferð verður í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og að um hana verði leitað umsagna hjá umsagnaraðilum og kynnt almenningi. Erindinu er vísað til bæjarstjórnar. 

        
4.     Suðurnesjalína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2012027
    Landsnet sækir um framkvæmdarleyfi fyrir því að byggja 220 kV raflínu, Suðurnesjalínu 2, milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík. Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 772/2012. Suðurnesjalína 2, alls um 33,9 km og er hluti hennar innan Grindavíkur 0,79 km. Miðað er við að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 árið 2021 og að spennusetning línunnar verði í lok árs 2022. 

Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfið og vísar afgreiðslunni til bæjarstjórnar.
        
5.     Tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 - ósk um umsögn - 2011108
    Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. 

Lagt fram. 
        
6.     Baðsvellir 7 - Umsókn um byggingarleyfi - 2011106
    Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar að stærð 11,4 m2 við Baðsvelli 7 hefur farið fram án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
        
7.     Sólbakki - Umsókn um byggingarleyfi - 2010023
    Grenndarkynning vegna byggingaráforma, köld geymsla á lóð, við Sólbakka hefur farið fram án athugasemda. Ásamt því að umsögn Minjastofnunar liggur fyrir án athugasemda. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin með 4 atkvæðum og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Gunnar Már situr hjá. 

Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
        
8.     Víkurhóp 59 - Umsókn um lóð - 2011107
    Eignarhaldsfélagið Normi ehf. sækir um lóðina Víkurhóp 59. 

Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta Eignarhaldsfélaginu Norma lóðinni Víkurhóp 59 að uppfylltum skilyrðum í gr. 3.2 í lóðarúthlutunarreglum Grindavíkurbæjar. Úthlutun lóðar er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35.


Guðmundur L. Pálsson        Ólafur Már Guðmundsson
Anton Kristinn Guðmundsson        Lilja Ósk Sigmarsdóttir
Gunnar Már Gunnarsson        
        


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarráđ / 4. maí 2021

Fundur 1580

Bćjarstjórn / 27. apríl 2021

Fundur 517

Bćjarráđ / 23. mars 2021

Fundur 1576

Bćjarráđ / 6. apríl 2021

Fundur 1577

Skipulagsnefnd / 19. apríl 2021

Fundur 85

Bćjarráđ / 20. apríl 2021

Fundur 1579

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 14. apríl 2021

Fundur 53

Afgreiđslunefnd byggingamála / 14. apríl 2021

Fundur 50

Bćjarráđ / 13. apríl 2021

Fundur 1578

Frćđslunefnd / 8. apríl 2021

Fundur 108

Bćjarstjórn / 30. mars 2021

Fundur 516

Skipulagsnefnd / 22. mars 2021

Fundur 84

Afgreiđslunefnd byggingamála / 18. mars 2021

Fundur 49

Bćjarráđ / 16. mars 2021

Fundur 1575

Bćjarráđ / 9. mars 2021

Fundur 1574

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. mars 2021

Fundur 52

Bćjarráđ / 2. mars 2021

Fundur 1573

Bćjarstjórn / 23. febrúar 2021

Fundur 515

Skipulagsnefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 83

Bćjarráđ / 16. febrúar 2021

Fundur 1572

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 15. febrúar 2021

Fundur 51

Öldungaráđ / 10. febrúar 2021

Fundur 9

Bćjarráđ / 9. febrúar 2021

Fundur 1571

Frćđslunefnd / 4. febrúar 2021

Fundur 106

Bćjarráđ / 2. febrúar 2021

Fundur 1570

Bćjarstjórn / 26. janúar 2021

Fundur 514

Bćjarráđ / 8. desember 2020

Fundur 1566

Skipulagsnefnd / 18. janúar 2021

Fundur 82

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101