Piss, kúkur og klósettpappír

  • Fréttir
  • 19. nóvember 2020

Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn en hann er haldinn til að auka vitund fólks á því hvað má fara í klósettið. Það er einfald: piss, kúkur og klósettpappír. 

Ekki setja eyrnapinna, engar blautþurrkur (sama þótt það standi á pakningu að það megi) ekki bómull, ekki túrtappa, ekki gullfiska, hamstra né ketti. 

Eru ekki allir orðnir langþreyttir á bilunum og stíflum í fráveitukerfunum vegna úrgangs? Nú þurfa allir að taka höndum saman og átta sig á skaðsemi úrgangs í umhverfinu, í fráveitukerfum og þann kostnað sem sveitarfélögin þurfa að bera á hverju ári vegna hans.

Vefsíðan Klósettvinir hafa sett saman skemmtilegt myndband sem horfa má á hér fyrir neðan. 


 


Deildu ţessari frétt