Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

  • Fréttir
  • 6. nóvember 2020

Tónlistarmaðurinn Axel O, sem rekur Bryggjuna kaffihús hér í Grindavík sendi í dag frá sér nýtt lag. Það heitir Not Built For Love og er komið á Spotify og allar streymisveitur.

Eins og hjá flestum tónlistarmönnum var nær öllum verkefnum Axels slegið á frest vegna Covid-19 en hann hefur þó ekki setið auðum höndum. Not Built for Love er fimmta lagið sem hann sendir frá sér á árinu. „Við byrjuðum á þessu verkefni í apríl þegar allt var stopp vegna Covid og fórum að vinna í nýjum lögum,“ segir Axel. „Ég er mjög hrifinn af þeirri tegund kántrý-tónlistar sem kallast Texas Red Dirt Country. Þetta lag er það sem kallað er cross-over, það er í grunninn Red Dirt Country en samt með talsverðri pop-áferð. Lagið, sem er eftir mig, var að mestu leyti tekið upp í Stúdío Paradís og Jóhann Ásmundsson var producer. Annað var unnið í fjarvinnu.“

Axel fékk til liðs við sig frábæra tónlistarmenn, þar á meðal gítarleikarann Milo Deering sem spilar á pedal steel gítar, banjó og kassagítar. Deering hefur meðal annars unnið með söngkonunni Leann Rimes. Á rafgítar spilar annar gítarleikari frá Texas, John Carroll, Jóhann Ásmundsson spilar á bassa og Ásmundur Jóhannsson á trommur. Bakaddir syngja þau Alma Rut og Ásmundur Jóhannsson.

Axel hefur gefið út nokkur lög sem finna má hér. 

Hægt er að hlusta á nýja lagið hans Axels hér fyrir neðan: 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 2. janúar 2021

Hreinsum upp flugeldarusl

Fréttir / 2. janúar 2021

5. flokkur karla í knattspyrnu heiđrađur

Fréttir / 31. desember 2020

Matthías Örn: Kastar á hverjum degi