Einstakur félagsskapur og áhugamál

  • Fréttir
  • 2. nóvember 2020

Eins og fram kom fyrr í dag fagnar Slysavarnadeildin Þorbjörn 90 ára afmæli. Á þessum óvenjulegu tímum var lítið um veisluhöld í tilefni þessr. Ýmislegt hafði þó verið í undirbúningi sem mun bíða betri tíma þegar takmarkanir vegna sóttvarna verður aflétt. 
Fannar Jónasson, bæjarstjóri fór fyrir hönd Grindavíkurbæjar í dag og afhenti formanni og varaformanni sveitarinnar veglegan blómvönd í tilefni dagsins. 

Þeir Bogi Adolfsson, formaður Slysavarnadeildarinnar og Helgi Einarsson varaformaður hafa báðir unnið í fjölda ára innan deildarinnar. Þeir voru sammála um að vinnan í þágu deildarinnar væri áhugamál og lítil kvöð þó það hafi alveg komið upp í kollinn þeirra hvers vegna þeir væru hreinlega að þessu.  Alltaf myndi félagsskapurinn og það að vinna í þágu samfélagsins með þessum hætti drífa þá áfram. Það væri virkilega gaman að starfa innan deildarinnar og félagsskapurinn þar sé mjög góður. 

Á spjallinu fyrir utan aðstöðu Slysavarnadeildarinnar við Seljabót barst í tal fyrsta strandið sem sveitin kom að, en hún vann mikið björgunarafrek þegar sveitin bjargaði 38 manna áhöfn af CAP FAGNET þegar það strandaði við Hraun í mars 1931. Var þá fluglínutækið notað í fyrsta sinn við björgun hér á landi. Það sem margir kannski ekki vita er að bæði skrúfa og varaskrúfa skipsins eru staðsettar fyrir framan hús deildarinnar en þeim var náð á land eftir um áttatíu ár í sjónum. Þar má sjá hvernig skrúfan hefur farið þegar bátinn rak upp í fjöruna. Þar má líka finna ankerið, en það kom fyrr á land en aðalskrúfan. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 14. janúar 2021

Rökkurró í Grindavík

Fréttir / 11. janúar 2021

Útveggir viđbyggingar Hópsskóla rísa

Fréttir / 2. janúar 2021

Hreinsum upp flugeldarusl

Fréttir / 2. janúar 2021

5. flokkur karla í knattspyrnu heiđrađur

Fréttir / 31. desember 2020

Matthías Örn: Kastar á hverjum degi