Gott bođ hjá Nemenda- og Ţrumuráđi

  • Grunnskólafréttir
  • 2. nóvember 2020

Nemendum á yngsta stigi bauðst að koma í heimsókn í draugahúsið sem Nemenda- og Þrumuráð hafði búið til í Kvikunni í tengslum við hrekkjarvökuna. Fór hver árgangur með kennurunum sínum og tóku eldri krakkarnir sérstaklega vel á móti þeim yngri. Farið var í gegnum draugahúsið og dansað á efri hæðinni. Greinilegt var að mikill metnaður lá að baki hjá eldri krökkunum og yngri voru mjög dugleg að koma í búningum og gera daginn skemmtilegan. Óhætt að segja að vinna krakkanna með Elínborgu Ingvarsdóttur forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar hafi vakið athygli en frétt birtist á vef Víkurfrétta um þetta skemmtilega verkefni. https://www.vf.is/sjonvarp/tonlistarnam-jolaland-og-halloween-i-sudurnesjamagasini

 


Deildu ţessari frétt