Fundur 1561

  • Bćjarráđ
  • 21. október 2020

1561. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 20. október 2020 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður heimildar að taka á dagskrá með afbrigðum fráveitu Grindavíkurbæjar - útrás 1. áfangi, sem dagskrárlið nr. 3.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:

1. Suðurhóp 2 (Áfangi 2 við Hópsskóla) - umsókn um byggingarleyfi - 2006020
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Verksamningur vegna áfanga tvö við Hópsskóla lagður fram ásamt fyrstu framvinduskýrslu verkeftirlits.

2. Samningur um þjónustu um vatn og fráveitu - 2010045
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagður er fram til samþykktar samningur við NRTF (Naval Radio Transmitter Facility Grindavík) um þjónustu vegna vatns og fráveitu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

3. Fráveita Grindavíkurbæjar - útrás 1. áfangi - 2010003
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Niðurstöður verðkönnunar í dælubúnað og allan tengdan vélbúnað fyrir verkið "Dælustöð við Bakkalág, Grindavík" lagðar fram. Óskað er heimildar að ganga til samninga við Vatnsvirkjann ehf. Bæjarráð heimilar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga til samninga við Vatnsvirkjann ehf.

4. Leiguverð á íbúðum í Víðihlíð - 1902004
Lagðar fram tillögur vinnuhóps um leiguverð í íbúðum í Víðihlíð. Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur vinnuhópsins og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögurnar.

5. Fjárhagsáætlun 2021-2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2007003
Frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir Grindavíkurbæ og stofnanir 2021-2024 lagt fram. Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

6. Víkurbraut 58 ehf - þrotabú - 2010044
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsinguna.

7. Kjarasamningar - Stytting vinnuviku - 2005108
Samkomulag um styttingu vinnutíma á bókasafni og leikskólanum Laut lagt fyrir bæjarráð til samþykktar. Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag starfsmanna bókasafns og starfsmanna leikskólans í Laut um styttingu vinnutíma. Breytingin taki gildi frá og með 1. janúar 2021.

8. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - aðalfundarboð - 2010030
Aðalfundur samtakanna verður haldinn sem fjarfundur 30. október 2020. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Grindavíkurbæjar á fundinum.

9. Samtök orkusveitarfélaga - aðalfundarboð - 2010035
Aðalfundur samtakanna verður haldinn sem fjarfundur 5. nóvember 2020. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Grindavíkurbæjar á fundinum.

10. Landvernd - vindorkuver - 2010046
Bréf frá Landvernd, dags. 12. október 2020 lagt fram. Fram kemur í bréfinu að Landvernd telur skynsamlegt að sveitarfélög bíði með breytingar á skipulagi fyrir vindorkuver þar til niðurstaða rammaáætlunar liggur fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. janúar 2021

Fundur 50

Frístunda- og menningarnefnd / 13. janúar 2021

Fundur 101

Frćđslunefnd / 7. janúar 2021

Fundur 105

Bćjarráđ / 5. janúar 2021

Fundur 1568

Frístunda- og menningarnefnd / 7. desember 2020

Fundur 100

Bćjarstjórn / 22. desember 2020

Fundur 513

Almannavarnir / 17. desember 2020

Fundur 67

Skipulagsnefnd / 15. desember 2020

Fundur 81

Bćjarráđ / 15. desember 2020

Fundur 1567

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 9. desember 2020

Fundur 49

Frćđslunefnd / 3. desember 2020

Fundur 104

Bćjarráđ / 26. nóvember 2020

Fundur 1564

Bćjarráđ / 1. desember 2020

Fundur 1565

Skipulagsnefnd / 30. nóvember 2020

Fundur 80

Bćjarstjórn / 24. nóvember 2020

Fundur 512

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 18. nóvember 2020

Fundur 48

Skipulagsnefnd / 16. nóvember 2020

Fundur 79

Bćjarráđ / 10. nóvember 2020

Fundur 1563

Frístunda- og menningarnefnd / 11. nóvember 2020

Fundur 99

Hafnarstjórn / 9. nóvember 2020

Fundur 474

Frćđslunefnd / 5. nóvember 2020

Fundur 103

Hafnarstjórn / 14. september 2020

Fundur 473

Hafnarstjórn / 8. júní 2020

Fundur 472

Hafnarstjórn / 6. mars 2020

Fundur 471

Bćjarráđ / 3. nóvember 2020

Fundur 1562

Hafnarstjórn / 6. desember 2019

Fundur 470

Hafnarstjórn / 18. nóvember 2019

Fundur 469

Hafnarstjórn / 9. september 2019

Fundur 468

Hafnarstjórn / 18. júní 2019

Fundur 467

Bćjarstjórn / 27. október 2020

Fundur 511