Starfsdagur í tónlistarskólanum

  • Tónlistaskólafréttir
  • 13. október 2020

Kæru nemendur og forráðamenn, föstudaginn 9. október er starfsdagur í tónlistarskólanum. Kennarar verða á rafrænu svæðisþingi ásamt tónlistarkennurum á Suðurnesjum og Suðurlandi. Eftir svæðisþingið verður svo kennarafundur þar sem samræmdar verða kennsluaðferðir í fjarnámi sem hefst á mánudaginn fyrir þá sem fæddir eru árið 2004 og fyrr. Á fundinum verður sérstaklega farið yfir samræmingu á kennsluháttum og nýjum tæknimöguleikum sem Showbie býður nú upp á. Þannig er skólinn sem best í stakk búinn til þess að veita nemendum góða eftirfylgni í tónlistarnáminu auk þess sem hægt er að veita góða þjónustu ef frekari takmarkanir verða á skólahaldi.

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!