Fréttir dagsins sýna að kórónuveirufaraldurinn sem veldur Covid-19 er ekki í rénun heldur þvert á móti í töluverðum vexti. Á sama tíma og mælst er til þess að passa upp á persónulegar sóttvarnir og forðast mannmergð er við hæfi að líta á samantekt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hver helstu einkenni Covid-19 eru samanborið við kvef og flensu. Í meðfylgjandi skjali má sjá flokkunina ásamt hversu algeng þau eru.