Ţjónusta Grindavíkurbćjar á neyđarstigi

  • COVID
  • 5. október 2020

Neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 tók gildi á miðnætti, á sama tíma og hertar sóttvarnaaðgerðir. Neyðarstjórn Grindaavíkurbæjar hélt í morgun sinn fyrsta fund frá því í vor. Þar var farið yfir fyrirkomulagið sem nú er í gildi í stofnunum bæjarins.  

Grindvíkingar eins og aðrir landsmenn eru eindregið hvattir til að sýna ítrustu varkárni í öllu sínu daglega lífi.

Fjöldi Covid-19 smita á Suðurnesjum er í dag 18 en 78 eru í sóttkví. Langmestur hluti smitaðra er á Höfuðborgarsvæðinu. 

Áhrif neyðarstigs á þjónustu Grindavíkurbæjar eru helst þessi:

Í allri starfsemi á vegum Grindavíkurbæjar verða sóttvarnir auknar og mælst til þess að fólk sem sækir þjónustu til sveitarfélagsins nýti sér rafrænar lausnir og síma eins og kostur er. Hægt er að hringja á skrifstofu bæjarins frá kl. 9:30 - 15:00 alla daga en frá klukkan 8:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá er hægt að nálgast netföng starfsmanna hér. 

Bókasafnið er lokað almenningi til klukkan 14:00 eða þar þegar skólastarfi er lokið. 

Í grunn- og leikskólum bæjarins verður leitast við að halda áfram uppbyggilegu skólastarfi en hert á öllum vörnum og viðbúnaði gagnvart Covid-19. Stöðugt skal minnt á eins metra regluna og persónulegar sóttvarnir, foreldrar mega eingöngu koma í forstofur leikskólanna. Í leikskólum er ekki heimilt að foreldar fylgi börnum inn á deild, nema brýna nauðsyn beri til. Eins er með grunnskólann að utanaðkomandi mega ekki koma inn í skólahúsnæðið nema brýna nauðsyn beri til. Bætt verður aðgengi að sótthreinsun, á starfsstöðvum bæjarins.

Takmarkanir eru á heimsóknum og utanaðkomandi aðgangi inn í Miðgarð og Víðihlíð. 

Sundlaugin er áfram opin en með þrengri fjöldatakmörkunum eða 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi.

Kvikan er áfram opin en með 20 hámarksfjölda gesta.

Allir starfsmenn Grindavíkurbæjar eru hvattir til að virða eins metra regluna og setja upp rakningarforrit í símum sínum ef það hefur ekki gert það nú þegar.

Neyðarstig almannavarna undirstrikar alvarleika faraldursins og er fólk hvatt til að herða á sínum persónulegu sóttvörnum. Brýnt er að allir virði eins metra fjarlægðarmörkin alltaf og alls staðar. Takmörkun á fjölda einstaklinga sem kemur saman miðast nú við 20 fullorðna. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál