Tónlistarskólinn á tímum covid-19

  • Tónlistaskólafréttir
  • 24. september 2020

Kennsla í tónlistarskólanum er komin vel af stað. Að gefnu tilefni biðjum við foreldra að fylgja börnunum ekki inn í skólann og hafa frekar samband við kennara í gegnum showbie. Á þessum tíma árs fara venjulega fram foreldraviðtöl þar sem nemandi, foreldrar og kennari fylla út einstaklingsnámskrá. Að þessu sinni verðum við að fresta viðtölunum en hvetjum foreldra til að halda góðu sambandi ýmist í síma eða í gegnum showbie. Í ljósi þess að ekki er lengur um að ræða fordæmalausa tíma hefur tónlistarskólinn brugðið á það ráð að lána nemendum í 4. bekk hljóðfæri sem gerð eru úr plasti svo hægt sé að þrífa þau vel milli hópa. Hver nemandi merkir sitt hljóðfæri og heldur því út námstímann. Mikil ánægja ríkir með þetta fyrirkomulag og flestir eru að ná góðum tökum á hljóðfærin. Með þessu komum við í veg fyrir að nemendur þurfi að deila blásturshljóðfærum með öðrum og minnkum þar af leiðandi áhættu á smiti.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. apríl 2021

Gosstöđvarnar lokađar almenningi í dag

Bókasafnsfréttir / 14. apríl 2021

Lífsins litir

Fréttir / 12. apríl 2021

Lćrdómssamfélagiđ Grindavík

Fréttir / 6. apríl 2021

Gossvćđiđ er lokađ

Fréttir / 5. apríl 2021

Lokiđ gluggum í nótt vegna gasmengunar

Fréttir / 1. apríl 2021

Góa gefur Grindvíkingum hraunpáskaegg